2013-04-30 13:43:41 CEST

2013-04-30 13:44:42 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Skipti hf. - Ársreikningur

Afkoma Skipta á árinu 2012


Tap eftir skatta nam 3,4 milljörðum samanborið við 10,6 milljarða 2011

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, án einskiptisliða, nam 8,1
milljarði samanborið við 6,3 milljarða árið áður 


100% samþykki skuldabréfaeigenda og annarra lánveitenda við tillögu að
fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta 



  -- Sala nam 28,9 milljörðum króna samanborið við 27,9 milljarða árið áður.
  -- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 7,4
     milljörðum króna samanborið við 6,0 milljarða árið áður. Hækkun EBITDA
     skýrist einkum af hagræðingaraðgerðum sem félagið hefur gripið til. EBITDA
     hlutfallið var 25,5% en var 21,5% árið 2011.
  -- EBITDA hlutfall, án einskiptisliða, er 28% en var 22,6% árið áður.
  -- Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 6,3 milljörðum króna,
     samanborið við 4,5 milljarða árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært
     fé frá rekstri 4,2 milljörðum króna.
  -- Fjármagnsgjöld voru 5,5 milljarðar króna. Vaxtagjöld voru 5,6 milljarðar,
     vaxtatekjur voru 0,3 milljarðar og gengishagnaður 0,2 milljarðar.
  -- Vaxtaberandi skuldir námu 62 milljörðum um áramót en voru 60,8 milljarðar
     árið áður.
  -- Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 10,2% og eigið fé er 7,9 milljarðar króna.
  -- Alls greiddi Skipti hf. 4,4 milljarða í afborganir og vexti árið 2012. Öll
     lán félagsins eru í skilum.



Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf:



„Þetta uppgjör sýnir vel þann árangur sem hefur náðst í rekstri Skipta og
dótturfélaga á undanförnum árum. Gripið hefur verið til viðamikilla
hagræðingaraðgerða og unnið á grundvelli áætlunar sem miðar að því að hámarka
arðsemi rekstrarfélaganna. Með því hefur verðmæti Skipta verið aukið verulega
sem auðveldar fjárhagslega endurskipulagningu til að leggja grunn að nýrri 
langtímafjármagnsskipan Skipta. Eins og kom fram í tilkynningu Skipta til
kauphallar hafa allir kröfuhafar félagsins samþykkt að gerast aðilar að tillögu
Skipta að frjálsum samningum um  fjárhagslegri endurskipulagningu Þetta er
gríðarlega mikilvægur áfangi og gerbreytir rekstrarumhverfi fyrirtækisins til
framtíðar. 



Þá gerði Skipti í mars á þessu ári sátt við Samkeppniseftirlitið um að ljúka
öllum málum sem til meðferðar voru hjá eftirlitinu og sneru að Símanum. Nú er
unnið að innleiðingu sáttarinnar og er stefnt að því að hún verði að fullu
komin til framkvæmda á haustmánuðum. 



Skipti og dótturfélög hafa undanfarin misseri nýtt það svigrúm sem skapast
hefur, m.a. vegna lítilla framkvæmda við ný íbúðarhverfi, og lagt verulega
fjármuni í Ljósnetsvæðingu. Í janúar á þessu ári var tilkynnt að verkefnið yrði
stækkað og 53 staðir á landsbyggðinni bættust við þá staði á suðvesturhorninu
sem munu fá ljósnet. Með þeirri viðbót geta yfir 100 þúsund heimili fengið
stóraukinn internethraða og margar háskerpusjónvarpsrásir með tilkomu ljósnets.
Ísland er þegar í fremstu röð hvað varðar háhraðanetstengingar heimila og
fyrirtækja og þetta verkefni festir landið í sessi hvað þetta varðar.“ 



Helstu niðurstöður í rekstri á árinu 2012



Reikningsskilaaðferðir

Samstæðuársreikningur Skipta hf. er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af
Evrópusambandinu.  Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma ársreikning Skipta
hf. og dótturfélaga þess. Stjórn og forstjóri Skipta hf. hefur staðfest
ársreikning samstæðu félagsins fyrir árið 2012. 



Rekstur

Salan á árinu 2012 nam 28.889 m.kr. samanborið við 27.932 m.kr. árið áður, sem
er 3,4% hækkun. 

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) var 7.380 m.kr. miðað
við 6.006 m.kr. árið áður. Hækkun EBITDA skýrist í meginatriðum af
hagræðingaraðgerðum í rekstri. EBITDA án einskiptisliða var 8.070 m.kr.
samanborið við 6.289 m.kr. árið áður. 

EBITDA hlutfallið var 25,5% en var 27,9% sé ekki tekið tillit til
einskiptiskostnaðar.  EBITDA hlutfallið var 21,5% árið 2011. 

Afskriftir félagsins námu 5.432 m.kr. á árinu samanborið við 6.539 m.kr. árið
áður. Munurinn skýrist einkum af minni virðisrýrnun óefnislegra eigna.
Virðisrýrnun nam 1.685 m.kr. á árinu 2012. 

Tap samstæðunnar eftir skatta nam 3.403 m.kr. samanborið við 10.573 m.kr. tap á
árinu 2011. Tapið nú skýrist einkum af óhagstæðum fjármagnsliðum tengdum hárri
skuldsetningu félagsins. Vaxtakostnaður var 5.536 m.kr. auk virðisrýrnun
óefnislegra eigna sem var 1.685 milljörðum króna. Virðisrýrnun óefnislegra
eigna nam um 2.710 m.kr. árið 2011. 





Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 6.288 m.kr. á árinu en var 4.451
m.kr. á fyrra ári. 

Fjárfestingar samstæðunnar í varanlegum rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 2.927
m.kr. á árinu en voru 2.779 m.kr. árið 2011. 



Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar námu 77.295 m.kr. 31. des 2012 og minnkuðu eignir um
2,1 ma.kr. sem að mestu skýrist af virðisrýrnun óefnislegra eigna. Vaxtaberandi
skuldir voru 62 milljörðum um áramót en voru 60,8 milljarðar árið áður. 

Eigið fé félagsins nam 7.893 m.kr. í lok árs 2012 og eiginfjárhlutfall var
10,2%. 



Nánari upplýsingar um uppgjörið veitir:

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, sími 550-6003.



Um Skipti hf.

Skipti reka fyrirtæki sem starfa einkum á sviði fjarskipta og upplýsingatækni,
á Íslandi og erlendis. Hlutverk Skipta er að sinna sameiginlegri þjónustu
fyrirtækjanna á einum stað, með hagræði og sveigjanleika að leiðarljósi. Innan
samstæðunnar eru Síminn, Míla, Skjárinn, Sensa, Staki, On-Waves  Radiomiðun og
Talenta. Erlendis rekur Skipti fjarskiptafélagið Síminn DK og Sensa DK í Danm