2024-07-25 18:20:00 CEST

2024-07-25 18:20:11 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íslandsbanki hf. - Árshlutareikningur - 6 mán.

Íslandsbanki hf.: Afkoma á öðrum ársfjórðungi 2024


Hagnaður af rekstri Íslandsbanka hf. nam 5,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024 og samtals 10,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2024.

Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu annars ársfjórðungs 2024 (2F24)

  • Hagnaður af rekstri nam 5,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024 (2F23: 6,1 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,7% á ársgrundvelli (2F23: 11,5%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru hærri en spár greinenda gerðu ráð fyrir og námu 12,5 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024. Það er samdráttur um 1,0% frá 12,6 milljörðum króna á 2F23.
  • Vaxtamunur var 3,1% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 3,2% á sama ársfjórðungi 2023.
  • Hreinar þóknanatekjur lækkuðu um 4,8% samanborið við annan ársfjórðung 2023 og námu samtals 3,4 milljörðum króna á fjórðungnum.
  • Hrein fjármagnsgjöld námu 499 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 559 milljónir króna á 2F23.
  • Stjórnunarkostnaður nam 7,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2024, samanborið við 6,7 milljarða króna á 2F23, sem er 8,4% hækkun milli ára. Undanskildar eru gjaldfærslur á hvorum ársfjórðungi vegna stjórnvaldssekta, að fjárhæð 470 milljónir króna vegna 2F24 og 860 milljónir króna vegna 2F23.
  • Kostnaðarhlutfall bankans var 46,4% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 42,6% á 2F23. Hlutföllin undanskilja í báðum tilvikum gjaldfærslur vegna greiðslu stjórnvaldssektar á hvorum fjórðungi.
  • Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 137 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2024 samanborið við jákvæða virðisbreytingu um 1.245 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2023. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var -0,04 prósentustig á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi 2024 samanborið við -0,40 prósentustig á sama ársfjórðungi 2023.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 28,3 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,3% frá fyrsta ársfjórðungi og voru 1.277 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 2024.
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 36,6 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2024 frá fyrsta ársfjórðungi 2024, eða um 4,2%. Innlán frá viðskiptavinum námu 916 milljörðum króna í lok fjórðungsins.
  • Eigið fé nam 216,5 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 224,7 milljarða króna í lok árs 2023.
  • Eiginfjárhlutfall var 23,1% í lok annars ársfjórðungs 2024, samanborið við 25,3% í árslok 2023. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 19,9%, samanborið við 21,4% í árslok 2023, sem er 450 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila.

Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu á fyrri helmingi ársins ársfjórðungs 2024 (1H24)

  • Hagnaður af rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 10,7 milljörðum króna (1H23: 12,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,8% á ársgrundvelli (1H23: 11,4%).
  • Hreinar vaxtatekjur á fyrri helmingi ársins námu 24,6 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,7% milli ára.
  • Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 4,9% milli ára, og námu 6,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, samanborið við 7,1 milljarða króna á fyrri helmingi síðasta árs.
  • Hrein fjármagnsgjöld voru 735 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 21 milljón króna á sama helmingi í fyrra.
  • Stjórnunarkostnaður var 14,7 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 13,7 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrri hluta árs 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar.
  • Kostnaðarhlutfall bankans hækkaði úr 42,3% á fyrri hluta árs 2023 í 45,6% á fyrri hluta ársins 2024.
  • Virðisrýrnun á fjáreignum nam 567 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, en virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 570 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.

Lykiltölur

  2F241F244F233F232F23
REKSTURHagnaður tímabils, m.kr.5.2665.4176.2286.0076.139
 Arðsemi eigin fjár9,7%9,8%11,2%11,0%11,5%
 Vaxtamunur (af heildareignum)3,1%3,0%2,9%2,9%3,2%
 Kostnaðarhlutfall 1,246,4%44,9%42,1%39,0%42,6%
 Áhættukostnaður útlána 3(0,04%)0,23%0,33%0,19%(0,40%)
  




  30.6.2431.3.2431.12.2330.9.2330.6.23
EFNAHAGURÚtlán til viðskiptavina, m. kr.1.276.6081.248.2951.223.4261.210.4991.237.758

Eignir samtals, m.kr.1.595.8961.643.7071.582.6941.643.6001.593.239

Áhættuvegnar eignir, m.kr.1.019.4941.015.161977.032986.3551.015.197

Innlán frá viðskiptavinum, m.kr.916.127879.554850.709864.189816.641

Útlán til viðskiptavina / innlán frá viðskiptavinum139%142%144%140%152%

Hlutfall lána með laskað lánshæfi 41,8%1,9%1,8%1,8%1,7%


     
       
LAUSAFÉFjármögnunarhlutfall (NSFR), allir gjaldmiðlar123%127%124%120%119%

Lausafjárþekjuhlutfall (LCR), allir gjaldmiðlar190%190%195%247%259%







       
EIGIÐ FÉEigið fé samtals, m.kr.216.501215.718224.693219.694215.524

Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 519,9%19,9%21,4%20,9%20,0%

Eiginfjárhlutfall þáttar 1 520,9%20,9%22,5%21,9%20,9%

Eiginfjárhlutfall 523,1%23,6%25,3%24,6%23,2%

Vogunarhlutfall 513,0%12,6%13,4%12,7%12,8%

MREL hlutfall 635,6%39,1%41,3%39,2%38,4%

1. Reiknað sem: (stjórnunarkostnaður – einskiptisliðir) / (heildarrekstrartekjur – einskiptisliðir).
2. Kostnaðarhlutfall á 2F24 undanskilur stjórnvaldssekt að fjárhæð 470 m.kr og kostnaðarhlutfall á 2F23 undanskilur stjórnvaldssekt að fjárhæð 860 m.kr. Kostnaðarhlutfall á 4F23 innihélt gjaldfærslu vegna stjórnvaldssektar að fjárhæð 100 m.kr. Hlutfallið hefur nú verið uppfært.
3. Neikvæður áhættukostnaður merkir að það hafi verið nettó tekjufærsla úr virðisrýrnunarsjóði.
4. Stig 3, útlán til viðskiptavina, vergt bókfært virði.
5. Að meðtöldum 1F24 hagnaði fyrir 31.3.24 og 3F23 hagnaði fyrir 30.9.23.
6. MREL hlutfallið er birt að meðtöldu almennu eiginfé þáttar 1 sem er haldið til að mæta samanlagðri kröfu um eiginfjárauka.

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 5,3 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár á fjórðungnum 9,7%, sem hvort tveggja er í línu við spár greinenda. Kostnaður jókst frá sama fjórðungi í fyrra og var kostnaðarhlutfall á fjórðungnum 46,4%, sem er hærra en markmið bankans um að hlutfallið sé undir 45%. Verðbólgan hefur reynst vera þrálát en væntingar standa til að hún fari minnkandi á komandi mánuðum. Vaxtastig er enn hátt og benda vísar til samdráttar í einkaneyslu og merki eru um að núverandi umhverfi sé farið að hafa áhrif á getu lántaka til að standa skil á skuldbindingum sínum. Bankinn mun fylgjast vel með þróun mála á síðari hluta ársins, bæði hvað varðar horfur í efnahagsmálum almennt en ekki síður hjá viðskiptavinum sínum.
Bankinn stendur á traustum grunni, bæði ef horft er til eiginfjár- og lausafjárstöðu. Endurkaup á eigin hlutabréfum bankans héldu áfram á fjórðungnum, bæði í hefðbundnum endurkaupum og með tilboðsfyrirkomulagi. Endurkaup eigin bréfa er eitt af þeim skrefum sem bankinn tekur til að besta samsetningu efnahagsreiknings, sem ætlunin er að ljúka fyrir lok árs 2025, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Fjármögnun bankans hefur einnig gengið vel. Endurkaup á 300 milljón evra skuldabréfaútgáfu á gjalddaga í maí 2026 var mikilvægur áfangi í að lækka vaxtakostnað bankans. Skuldabréfin voru gefin út á öðrum ársfjórðungi síðasta árs, þegar kjör á erlendum útgáfum íslensku bankanna voru með hæsta móti. Þá tilkynnti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands um ákvörðun sína um eiginfjárþörf bankans, og var niðurstaðan sú að viðbótareiginfjárþörf hans undir stoð 2 lækkaði um 0,6 prósentustig frá fyrra ári, eða í 1,8% af áhættugrunni. Endurspeglar það sterkan efnahagsreikning bankans, bæði út frá lánasafni sem og hóflegri markaðsáhættu.
Það sem af er ári hafa bæði alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin sem meta lánshæfi bankans birt niðurstöður árlegs mats á stöðu og rekstri bankans, en S&P Global Ratings hækkaði lánshæfismat bankans í apríl í BBB+ úr BBB og Moody's Ratings (Moody's) staðfesti í byrjun júlí A3 lánshæfismatseinkunn bankans. Báðar einkunnir eru á stöðugum horfum.
Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er í fullum gangi og hefur skráning í hlaupið og áheitasöfnun það sem af er gengið enn betur en í fyrra. Íslandsbanki er stoltur aðalstyrktaraðili maraþonsins og er tilhlökkunin mikil að fagna fjörutíu ára afmæli viðburðarins í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst næstkomandi.

Afkomuefni
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu Íslandsbanka má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem finna má í viðhengi (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, fjárfestafund og fjárhagsdagatal). Sé misræmi á milli tilkynninga á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, gildir enska útgáfan.

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er á ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.

FJÁRFESTATENGSL
Vefstreymi föstudaginn 26. júlí 2024
Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi föstudaginn 26. júlí 2024 kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri og Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á öðrum ársfjórðungi ársins 2024. Fundurinn fer fram á ensku.

Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum hlekk á vefsvæði fjárfestatengsla á vef bankans. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á sama stað að honum loknum. Þátttaka, og möguleikinn á að bera fram skriflegar spurningar, fer fram á þessari síðu. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Að skráningu lokinni færðu afhent símanúmer og auðkenni fyrir fundinn. Allar upplýsingar um fundinn má finna hér.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Íslandsbanka í gegnum netfangið ir@islandsbanki.is.

Fjárhagsdagatal
Stefnt er á að birta árshlutauppgjör fyrir 3. ársfjórðung þann 23. október 2024. Vinsamlegast athugið að dagsetningin er birt með fyrirvara um breytingar.

Fjárfestaefni
Allt fjárfestaefni verður birt á vefsvæði fjárfestatengsla þar sem upplýsingar um fjárhagsdagatal og þögul tímabil eru einnig aðgengilegar.

Þessi tilkynning er birt af Íslandsbanka hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi afkomu á öðrum ársfjórðungi 2024 sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Ellerti Hlöðverssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf., í samræmi við upplýsingaskyldu bankans samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.