2016-04-29 10:55:08 CEST

2016-04-29 10:55:08 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Fyrirtækjafréttir

Hampiðjan hf. tilkynnir um útboð á 8,79% hlut í HB Granda hf.


Í tilkynningu frá Hampiðjunni hf. sem birt var á markaði fyrr í dag, kemur fram
að Hampiðjan hyggist skoða sölu á hlutabréfaeign sinni í HB Granda hf. í lokuðu
útboði í tengslum við fyrirhuguð kaup Hampiðjunnar á hlutafé í P/F Von í
Færeyjum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi nú þegar tryggt fjármögnun á
viðskiptunum en að félagið hafi áhuga á að skoða möguleikan á að fjármagna
viðskiptin að hluta eða í heild með sölu hlutabréfaeignar í HB Granda hf. Þá
kemur fram að Hampiðjan hafi ráðið fjárfestingabankasvið Arion banka hf. til að
sjá um söluferlið og að Arion banki hyggist senda út tilkynningu um
fyrirkomulag söluferilsins þegar nær líður. Boðnir verði til sölu alls
160.074.981 hlutir í HB Granda hf. sem nú eru í eigu Hampiðjunnar hf. Samsvara
hlutirnir 8,79% af skráðu hlutafé HB Granda hf. 

HB Grandi vísar að öðru leyti til fréttatilkynningar Hampiðjunnar hf., auk
nánari upplýsinga um framkvæmd og tilhögun útboðsins og útboðsskilmála, sem
hvort tveggja er að finna í meðfylgjandi viðhengi. Að mati HB Granda er óvíst
hvaða áhrif framangreint mun hafa á gengi hlutabréfa í félaginu, ef nokkur.