2014-01-16 01:05:52 CET

2014-01-16 01:06:54 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Hluthafafundir

Hluthafafundur í Reginn hf. verður haldinn 11. febrúar 2014


Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í
Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í fundasalnum Ríma, Austurbakka 2, 101
Reykjavík, þriðjudaginn 11. febrúar 2014 og hefst stundvíslega kl. 16:00. 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Tillaga um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um
     128.700.000 kr. að nafnvirði með breytingu á samþykktum félagsins sem felst
     í eftirfarandi viðbót við 4. gr. samþykkta félagsins:

„Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um 128.700.000 kr. að
nafnvirði. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé.
Stjórninni skal heimilt að ráðstafa hlutafjárhækkuninni sem greiðslu fyrir
hlutafé í Klasa fasteignum ehf. á genginu 13,63 krónur á hlut, í samræmi við
kaupsamning þar að lútandi dags. 21. desember 2013. Hinir nýju hlutir skulu
veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar.
Framangreind heimild stjórnar Regins hf. rennur út þann 31. desember 2014.“ 

  1. Önnur mál.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður
skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða
ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið
framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur
sem fyrr er. 

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á
hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar með það
löngum fyrirvara, að unnt sé samkvæmt samþykktum þessum að taka málið á dagskrá
fundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á
fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess. 

Hluthafafundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess
hversu margir sækja hann skv. 2. mgr. 16. gr. sbr.  14. gr. samþykkta
félagsins. 

Dagskrá og endanlegar tillögur með greinargerð ásamt öðrum gögnum sem
tillögunni kunna að fylgja munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins
í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, einni viku fyrir
hluthafafundinn. Dagskrá og endanlegar tillögur verða auk þess aðgengilegar á
heimasíðu félagsins, www.reginn.is. 



Kópavogur, 16. janúar 2014

Stjórn Regins hf.