2015-04-21 18:14:18 CEST

2015-04-21 18:15:18 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Norðurþing - Ársreikningur

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2014


Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2014 hefur verið lagður fyrir bæjarstjórn
til fyrri umræðu. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2014 námu 2.975 milljónum króna
samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta.  Rekstrarniðurstaða
sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var 174
milljón króna verri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir en samstæðan skilaði um
92 milljónum í tap.  Eigið fé samstæðu sveitarfélagsins í árslok nam 539
milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.  Veltufé frá rekstri samstæðunnar
nam um 310 milljónum króna.  Handbært fé í árslok nam 207 milljónum króna.  Á
árinu 2014 var gjaldfært hjá málaflokknum félagsþjónusta sérstakt framlag um 22
milljón króna til reksturs Dvalarheimilis aldraðra sf., sem ekki var gert ráð
fyrir í fjárhagsáætlun.  Á árinu 2014 var einnig gjaldfært hjá málaflokknum
hreinlætismál sérstakt framlag um 25 milljónir króna til rekstrar Sorpsamlags
Þingeyinga ehf., sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. 

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 1.747 milljónum króna en
starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 219 stöðugildum.  Rekja má
launahækkun fram yfir áætlanir til nýgerðra kjarasamninga en hækkun á
lífeyrisskuldbindingu var 126 milljónir umfram áætlun.  Íbúafjöldi
sveitarfélagsins 1. desember 2014 var 2.806 og fækkaði um 20 frá fyrra ári. 

Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga fór úr 179% árið
2013 í 160% árið 2014. 

Ársreikningur Norðurþings fyri árið 2014 er tilbúinn til endurskoðunar og
afgreiðslu í bæjarstjórn. 

Nánari upplýsingar veitir Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings í
síma 464-6100 

Húsavík, 21. apríl 2015