2011-04-14 16:25:44 CEST

2011-04-14 16:26:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur sett lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum


Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s setti í dag lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar
á athugunarlista með neikvæðum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu er búist við að
lánshæfiseinkunnir verði á athugunarlista næstu vikur og að tekin verði afstaða
innan þess tíma. Núverandi lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar hjá S&P eru BB+
fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt. Skammtímaeinkunnir
Landsvirkjunar eru B-1 í erlendri og innlendri mynt. Allar lánshæfiseinkunnir
eru með neikvæðum horfum. 

Breyting þessi endurspeglar samkonar breytingu sem Standard & Poor‘s gaf út í
gær fyrir Ríkissjóð Íslands. 

Að mati Landsvirkjunar hefur þessi breyting ekki í för með sér áhrif á
núverandi skuldbindingar fyrirtækisins. 

Sjá viðhengi,

Landsvirkjun S&P.pdf