2013-02-01 21:29:13 CET

2013-02-01 21:30:14 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

Eyrir Invest eykur hlutafé og framlengir lán


Stjórn Eyris Invest hf. ákvað í dag að gefa út hluti í nýjum B flokki
hlutabréfa.  Söluverð nýju hlutanna er samtals 2,8 milljarðar króna.   Samhliða
hlutafjáraukningu hefur Eyrir tryggt sér framlengingu á meginhluta langtímalána
með samningum við núverandi viðskiptabanka félagsins.   Eftir framlengingu lána
eru um 85% af lánum félagsins með gjalddaga höfuðstóls á árunum 2015-2018. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Það er okkur ánægja að bjóða nýja hluthafa velkomna í hluthafahóp Eyris Invest
og jafnframt erum við þakklát fyrir það traust sem við höfum hjá
viðskiptabönkum okkar“ 

Hluthafafundur félagsins heimilaði útgáfu allt að 231.000.000 hluta í B flokki
hlutabréfa samanber tilkynningu til Kauphallar 21. desember 2012.   Í dag
samþykkti stjórn Eyris að gefa út 107.630.769 hluti.   Umsamið áskriftarverð á
nýjum hlutum er 26 krónur á hlut, heildaráskriftarverð nýju hlutanna er samtals
2.798.999.994 krónur.   Hlutabréf í B flokki eru án atkvæðaréttar en njóta
forgangs til arðgreiðslna.   Hlutabréf í B flokki eru breytanleg í hluti í A
hlutabréf hvenær sem er.   Útgefnir hlutir í A flokki hlutabréfa eru
1.108.681.220 hlutir, þar af eru eigin hlutir 100.000.000 að nafnvirði. 

Arctica Finance er ráðgjafi og umsjónaraðili hlutafjáraukningar félagsins.
Kaupendur að nýju hlutunum eru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. 

Um Eyrir Invest

Eyrir er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku
í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Lykileignir Eyris eru 33% hlutur í
Marel, 17% eignarhlutur í Fokker Technologies og 17% eignarhlutur í Stork
Technical Services.  Að auki styður Eyrir Invest fjölmarga sprota til vaxtar.  
 „Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna Eyris hefur skilað góðri ávöxtun frá
stofnun félagsins.