2013-08-12 18:20:59 CEST

2013-08-12 18:21:34 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Ársreikningur

Uppgjör Vodafone á 2. ársfjórðungi 2013


Hagnaður annars ársfjórðungs nam 207 milljónum króna og jókst um 138% milli ára


  * EBITDA tímabilsins nam 732 m.kr. og jókst um 9% frá fyrra ári
  * Besta afkoma annars ársfjórðungs á síðustu 5 árum
  * Ráðgert að EBITDA hagnaður á árinu verði 2,75 til 2,9 milljarðar króna og
    fjárfestingar verði á bilinu 9,5-10,5% af tekjum ársins
  * Fjárhagslegur styrkur félagsins eykst enn og er eiginfjárhlutfall nú 43,9%
  * Handbært fé frá rekstri jókst um 31% miðað við sama tímabil í fyrra
  * Gagnaflutnings- og sjónvarpstekjur jukust en farsímatekjur drógust saman


Ómar Svavarsson, forstjóri:"Rekstur Vodafone gekk mjög vel á öðrum fjórðungi ársins. Við skiluðum bestu
afkomu annars ársfjórðungs á undanförnum fimm árum, horfur fyrir seinni helming
ársins eru jákvæðar og reksturinn er heilt á litið í góðu jafnvægi.

Ýmislegt stendur upp úr þegar uppgjörið er skoðað. Rekstrarkostnaður hefur
lækkað sem og fjármagnskostnaður og þótt framlegð lækki í krónum talið milli
tímabila hækkar hún hlutfallslega. Má rekja það til lægri lúkningar- og
reikigjalda sem og lækkunar á aðkeyptum kostnaði á móti lægri tekjum. Verkefni
okkar á næstu árum verður að viðhalda og styrkja fjölbreytta tekjustofna
félagsins og laga þá að tækniþróuninni á hverjum tíma. Þá hugsun höfum við þegar
tileinkað okkar, eins og sést m.a. í fjölmörgum nýjungum sem Vodafone hefur
kynnt á undanförnum mánuðum. Þær hafa verið þróaðar í samstarfi við Vodafone
Group Plc. og taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á farsímanotkun með
tilkomu snjalltækja af ýmsu tagi. Þær breytingar skapa fjölmörg tækifæri, því
fjarskiptaþarfir fyrirtækja og einstaklinga hafa aldrei verið meiri en nú.

Vodafone er vel í stakk búið til að grípa þau tækifæri sem bjóðast á
fjarskiptamarkaði enda stendur fyrirtækið sterkum fótum, rétt eins og góður
efnahagsreikningur félagsins sýnir. Þetta er í senn sveigjanlegt og traust félag
og horfur fyrir árið í heild eru jákvæðar."


Horfur fyrir afkomu á árinu 2013:
Ákveðið hefur verið að birta horfur um rekstrarafkomu ársins 2013. Horfurnar
taka til áætlaðs EBITDA hagnaðar ársins og ráðgerðs fjárfestingarhlutfalls.

  * EBITDA hagnaður ársins 2013 verði á bilinu 2,75 til 2,9 milljarðar króna
  * Fjárfestingahlutfall verði á bilinu 9,5-10,5%




[HUG#1722538]