2013-08-12 23:45:00 CEST

2013-08-12 23:45:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
HS Orka hf. - Ársreikningur

HS Orka hf leggur fram árshlutareikning fyrir fyrri helming ársins 2013


Stjórn HS Orku hf samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins
fyrir fyrri helming ársins 2013. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum.
Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is 

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

  -- EBITDA er áfram öflug og er alls um 1.294 m.kr. á fyrri helmingi 2013 en
     var 1.441 m.kr. á sama tímabil 2012.
  -- Eiginfjárhlutfall 30. júní 2013 er mjög sterkt eða 55%. 
  -- Reiknaðir fjármagnsliðir hafa afgerandi áhrif á afkomu tímabilsins sem er
     neikvæð um 1.480 milliónir. Þar vegur þyngst  lækkun afleiðna
     (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) um 3.950 m.kr Á móti
     var gengishagnaður upp á 1.126 m.kr.
  -- EBITDA er góð og tekjur hækka um 4% eða um 124 m.kr. og námu 3.590 m.kr. í
     lok júní, en voru 3.466 m.kr. á sama tímabili árið 2012. Að móti hækkar
     rekstrarkostnaður um 14% eða sem nemur 426 m.kr. milli þessara tímabila
     Nokkrar ástæður eru fyrir þessari aukningu tekna. Munar þar mest um aukna
     sölu á smásölumarkaði en lækkandi álverð dregur svo talsvert úr
     tekjuaukningunni á móti. Á kostnaðarhliðinni hafa orkukaup aukist nokkuð og
     flutningskostnaður hækkað vegna breytinga á gjaldskrá Landsnets. Ráðist var
     í viðhaldsboranir á tveimur holum á fyrri hluta ársins en engar slíkar
     boranir voru á sama tímabili í fyrra. Þá hefur skrifstofu- og
     stjórnunarkostnaður hækkað, fyrst og fremst vegna kostnaðar viðgerðardómsmál vegna orkusölusamnings við Norðurál á Grundartanga.


Frekari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hf, í síma 860 5208