2012-01-10 19:20:42 CET

2012-01-10 19:21:49 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest ehf. - Fyrirtækjafréttir

Eyrir Invest ehf. – Breytingar á samþykktum félagsins.


Á aukahluthafafundi Eyris Invest ehf. sem haldinn var í dag, 10. janúar 2012,
voru samþykktar breytingar á samþykktum félagsins.  Samþykkt var að afnema
ákvæði um hömlur á meðferð hluta í félaginu.  Jafnframt var ákveðið að taka upp
ákvæði um að ársreikningar og hálfsársreikningar félagsins skyldu vera öllum
aðgengilegir. 

Þannig hefur skilyrði fyrir hækkun hlutafjár sem tilkynnt var um 30. desember
2011 verið uppfyllt.    Heildarútgefið hlutafé eftir aukningu er 1.108.681.220
hlutir að nafn­verði, hver hlutur jafngildir 1 krónu. Kaupandi hins nýútgefna
hlutafjár er Lífeyrissjóður verzlunar­manna, kaupverð á hlut var 24,25. 

Um Eyri Invest

Eyrir er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku
í rekstri og stefnumörkun lykileigna sinna. Kjölfestueignir Eyris eru 36%
hlutur í Marel og 17% hlutur í Stork BV sem á og rekur iðnfyrirtækin Stork
Technical Services og Fokker Technologies. Á síðustu árum hefur Eyrir aukið
vægi sprotafjárfestinga í eignasafni sínu sem nú verður gert hærra undir höfði
í gegnum félagið Eyrir sprotar slhf. „Kaupa og styðja til vaxtar“ stefna Eyris
hefur skilað góðri ávöxtun frá stofnun félagsins árið 2000 

www.eyrir.is