2016-02-29 16:48:57 CET

2016-02-29 16:48:57 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Ársreikningur

Eik fasteignafélag hf. : Ársreikningur Eikar fasteignafélags hf. 2015


  * Rekstrartekjur ársins námu 5.907 m.kr.
  * Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 4.173 m.kr.
  * Heildarhagnaður ársins nam 4.629 m.kr.
  * Handbært fé frá rekstri nam 2.343 m.kr. á árinu.
  * Bókfært virði fjárfestingareigna nam 67.625 m.kr. í árslok.
  * Matsbreyting var jákvæð á árinu um 4.168 m.kr.
  * Vaxtaberandi skuldir námu 41.746 m.kr. í árslok.
  * Eiginfjárhlutfall nam 33,8%.
  * Hagnaður á hlut var 1,34 kr.



Ársreikningur Eikar fasteignafélags var samþykktur af stjórn félagsins í
dag, 29. febrúar 2016.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri:
"Rekstur Eikar fasteignafélags gekk vel á árinu 2015 og var hagnaður af rekstri
félagsins 4,6 milljarðar króna. Ánægjulegt var að sjá hve vel gekk að auka
virðis-útleiguhlutfallið en það hækkaði um 2,2% á árinu. Mikil eftirspurn var á
síðari hluta ársins eftir húsnæði í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarsvæðisins
en 91% af fast-eignum félagsins eru staðsettar á því svæði."


Félagið hefur gefið út ársskýrslu félagsins, sem hefur að geyma ítarlegar
upplýsingar um félagið og rekstur þess á árinu 2015 ásamt ársreikning. Skýrslan
er meðfylgjandi þessari tilkynningu og má einnig finna á heimasíðu félagsins,
www.eik.is.

Ársreikningur Eikar fasteignafélags hefur að geyma samstæðureikning félagsins
og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS).  Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa
endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralaust.


Tillaga um arðgreiðslu
Félagið hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur
35% af handbæru fé frá rekstri hvers árs. Í samræmi við stefnuna leggur stjórn
félagsins til við aðalfund, sem haldinn verður 12. apríl n.k., að greiddur verði
út 820 m.kr. (0,24 kr. á hlut) arður til hluthafa á árinu 2016 vegna
rekstrarársins 2015.


Horfur

Félagið hefur gefið út ítarlega rekstraráætlun fyrir árið 2016 sem hægt er að
nálgast á heimasíðu félagsins, www.eik.is.

Fjárhagsdagatal 2016

Aðalfundur                                             12. apríl 2016
Árshlutauppgjör 1. ársfjórðungs 2015                   10. maí 2016
Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs 2015                   30. ágúst 2016
Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2015                   8. nóvember 2016
Ársuppgjör 2015                                        28. febrúar 2017

Meðfylgjandi er ársskýrsla 2015 sem inniheldur ársreikning 2015 og
fréttatilkynning með helstu niðurstöðum fjórða ársfjórðungs.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, í síma 861-3027 eða gardar@eik.is

Lýður H. Gunnarsson,  framkvæmdastjóri  fjármálasviðs,  í  síma  820-8980 eða
lydur@eik.is 

[HUG#1990200]