2016-08-24 18:32:50 CEST

2016-08-24 18:32:50 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Heildarhagnaður Nýherja nam 111 mkr á fyrstu 6 mánuðum ársins


EBITDA 439 mkr á fyrri árshelmingi 2016

REYKJAVÍK - 24. ágúst 2016 - Nýherji kynnti í dag uppgjör annars ársfjórðungs
og fyrri árshelmings 2016 

Helstu upplýsingar:

  -- Sala á vöru og þjónustu nam 3.794 mkr á öðrum ársfjórðungi (12% tekjuvöxtur
     frá F2 2015) og 7.126 mkr á fyrri árshelmingi (7,2% tekjuvöxtur frá 1H
     2015) [F2 2015: 3.386 mkr, 1H 2015: 6.649 mkr]
  -- Framlegð nam 931 mkr (24,5%) á öðrum ársfjórðungi og 1.816 mkr (25,5%) á
     fyrri árshelming 2016 [F2 2015: 830 mkr (24,5%), 1H 2015: 1.637 mkr
     (24,6%)]
  -- EBITDA nam 259 mkr (6,8%) á öðrum ársfjórðungi og 439 mkr á fyrri
     árshelmingi [F2 2015: 227 mkr (6,7%), 1H 2015: 452 mkr (6,8%)]
  -- Heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 73 mkr og 111 mkr á fyrri
     árshelmingi [F2 2015: 69 mkr, 1H 2015: 111 mkr]
  -- Eiginfjárhlutfall 30,8% í lok ársfjórðungs en var 29,5% í lok síðasta
     ársfjórðungs
  -- Nýherji hf. hefur ráðið AGC Partners LLC til að styðja við undirbúning á
     mögulegu söluferli á Tempo ehf.

Finnur Oddsson, forstjóri:

„Afkoma Nýherjasamstæðunnar batnaði á öðrum ársfjórðungi miðað við fyrsta
fjórðung þessa árs, en fyrri helmingur ársins markast af kostnaðarhækkunum
vegna kjarasamninga. Heildarhagnaður samstæðunnar er 73 mkr á öðrum
ársfjórðungi og 111 mkr fyrstu 6 mánuði ársins, sem er sambærilegt við fyrri
árshelming 2015. 

Rekstur samstæðunnar gekk almennt ágætlega, sérstaklega hefur verið góður
gangur í hugbúnaðartengdri starfsemi, bæði hjá Nýherja og dótturfélögum. Tekjur
Tempo jukust um tæplega 40% (í USD) og viðskiptavinum fjölgar áfram hratt.  Til
að styðja við þessa þróun höfum við lagt aukna áherslu á erlenda starfsemi
Tempo með fjölgun starfsfólks í Montréal og opnun starfsstöðvar í San
Francisco. Hjá TM Software hækkuðu tekjur um fjórðung, en mjög góð eftirspurn
er eftir lausnum á öllum sérsviðum félagsins. Tekjur Applicon í Svíþjóð hafa að
sama skapi aukist, afkoma er góð og unnið að stórum og spennandi verkefnum,
sérstaklega á sviði bankalausna. 

Góður vöxtur hefur verið í sölu hugbúnaðarlausna hjá Nýherja, móðurfélagi, en
aukin áhersla á þann þátt starfsemi okkar skilað því m.a. að Nýherji var valinn
samstarfsaðili ársins af Microsoft í fyrsta skipti. Sala á tölvum og tengdum
búnaði gekk vel, sérstaklega í hljóð- og myndlausnum og nýjum hýsingarlausnum,
sem Nýherji býður í samstarfi við Verne, hefur verið afar vel tekið. 

Yfir það heila erum við nokkuð sátt við niðurstöðuna eftir ögrandi fyrsta
fjórðung ársins. Verkefnastaða er góð, afar áhugaverð tækifæri í starfsemi
dótturfélaga erlendis og horfur í rekstri samstæðunnar því ágætar.
Kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga í upphafi árs verða þó áfram eitt stærsta
viðfangsefnið á móðurfélagi Nýherja og verður áfram horft til hagræðingar eins
og þörf krefur.“ 

Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen
framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is. 

Sjá viðhengi.