2012-12-03 22:55:07 CET

2012-12-03 22:55:19 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Umframeftirspurn í lokaða hluta hlutafjárútboðs Fjarskipta


  * Tilboð að fjárhæð 9.969 milljónir króna bárust
  * Umframeftirspurn í lokaða hluta útboðsins var 2,4 föld
  * Útboð til almennings hefst þriðjudaginn 4. desember 2012
Lokaða hluta útboðs Fjarskipta hf. (Vodafone) lauk klukkan 16:00 í dag, en
lágmarksáskrift í lokaða hluta útboðsins var 50 milljónir króna. Í þessum hluta
útboðsins bárust samtals tilboð fyrir 9.969 milljónir króna frá fjárfestum. Í
boði voru 40% hlutafjár í félaginu í eigu Framtakssjóðs Íslands.
Umframeftirspurn var 2,4 föld í þessum hluta útboðsins.

Byggt á niðurstöðu lokaða hluta útboðsins er verð hvers hlutar í félaginu 31,5
krónur, bæði í lokaða og opna hluta útboðsins til almennings.

Í opna hluta útboðsins til almennings verða í boði 10% hlutafjár félagsins. Opni
hluti útboðsins hefst klukkan 10:00 á morgun, þriðjudaginn 4. desember 2012 og
lýkur klukkan 16:00 fimmtudaginn 6. desember 2012. Íslandsbanki er umsjónaraðili
útboðsins.

Í samræmi við skilmála verðbréfalýsingar er seljanda heimilt að bæta 10%
útgefins hlutafjár við heildarfjárhæð útboðsins og ráðstafa þeim í lokaða og/eða
opna hluta útboðsins.

Ómar Svavarsson, forstjóri Fjarskipta"Þessi mikla eftirspurn eftir hlutum í félaginu er mikið ánægjuefni fyrir
starfsfólk okkar sem leggur hug sinn og hjarta í rekstur Vodafone. Hún er
viðurkenning á því góða starfi sem hér hefur verið unnið og er til marks um
mikla trú fjárfesta á félaginu. Við erum vongóð um að sterk staða félagsins og
góð rekstrarsaga freisti almennra fjárfesta."


[HUG#1662234]