2016-08-29 18:40:45 CEST

2016-08-29 18:40:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga - Afkomutilkynning 30. júní 2016


Hagnaður Lánasjóðsins 700 m.kr. á fyrri hluta ársins 2016

Hagnaður tímabilsins nam 700 milljónum króna samanborið við 414 milljónir króna
á sama tíma árið 2015. 

Heildareignir sjóðsins í lok tímabilsins voru 76.719 milljónir króna á móti
77.111 milljónum króna í árslok 2015. Heildarútlán sjóðsins námu 71.045
milljónum króna í lok tímabilisins samanborið við 71.574 í árslok 2015. Þá nam
eigið fé 16.889 milljónum króna á móti 16.712 milljónum króna í árslok 2015 og
hefur hækkað um 1% á tímabilinu. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki er 80% en var 79% í árslok 2015. 

Framtíðarhorfur

Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem unnið
hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin
með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé
á hagstæðum kjörum. 

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn þriðjudaginn 30. ágúst
2016 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson
framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara
spurningum. Kynningin hefst kl. 8:30. 

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949