2013-05-16 14:46:10 CEST

2013-05-16 14:47:11 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Vegna straumhækkunarverkefnis Rio Tinto Alcan


Rio Tinto Alcan á Íslandi hefur tilkynnt Landsvirkjun um breytt umfang
straumhækkunarverkefnis álversins í Straumsvík. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð
fyrir að árleg framleiðslugeta álversins myndi aukast um 20% eða úr 190 þúsund
tonnum af áli í um 230 þúsund tonn. Rio Tinto Alcan hefur nú tilkynnt
Landsvirkjun um breytt áform sem gera ráð fyrir aukningu í um 205 þúsund tonn.
Í ljósi þessa má reikna með að raforkuþörf álversins verði minni en áformað
var. 

Í gildi er orkusölusamningur milli Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan til ársins
2036 sem gerir ráð fyrir að Landsvirkjun afhendi álverinu árlega um 3.590 GWst
af raforku og 410 MW í afli. Fyrirtækin hafa átt í góðu samstarfi um áratuga
skeið. Landsvirkjun væntir þess að á næstunni fari fram viðræður við Rio Tinto
Alcan um breytt áform fyrirtækisins og að farsæl niðurstaða finnist fyrir báða
aðila. 

Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir að þessi breyttu áform hafi áhrif á
uppbyggingu Búðarhálsvirkjunar. 



Frekari upplýsingar:

Magnús Þór Gylfason
Yfirmaður samskiptasviðs
magnusth@lv.is
sími 899 5552