2015-05-28 19:16:26 CEST

2015-05-28 19:17:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Ársreikningur

Árshlutareikningur Regins fyrstu þrjá mánuði ársins 2015


Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2015 til 31. mars 2015 var samþykktur
af stjórn þann 28. maí 2015. 

  -- Rekstrartekjur námu 1.242 milljón króna.
  -- Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 799 milljónir króna.
  -- Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 53.664 m.kr.
     Matsbreyting á tímabilinu var 333 m.kr.
  -- Hagnaður eftir tekjuskatt nam 574 m.kr.
  -- Handbært fé frá rekstri nam 509 m.kr.
  -- Vaxtaberandi skuldir voru 32.262 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við
     32.861 m.kr. í árslok 2014.
  -- Eiginfjárhlutfall er 33,6 % 
  -- Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,40 en var 0,31 fyrir sama tímabil í
     fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa
þann 31. mars sl. voru 621. 

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á fyrsta ársfjórðungi var góð og í samræmi við áætlun félagsins.
Rekstrartekjur námu 1.242 milljón króna og þar af námu leigutekjur 1.107
milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs er 23%. 

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 799
milljónir sem samsvarar rúmri 29% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2014. 

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu
útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Heildarfermetrafjöldi
fasteignasafnsins er 221 þúsund. Útleiguhlutfall safnsins er um 97% miðað við
þær tekjur sem full útleiga gæfi. Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin
Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. 

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers árs í tengslum við
gerð ársreiknings sem og í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á Q1 2015
er 333 m.kr. 

Stækkun félagsins og horfur

Uppbygging og stækkun eignasafns félagsins hefur verið í samræmi við áætlun og
fjárfestingastefnu þess. 

Þann 20. mars sl. var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og Fastengis
ehf. um kaup á eignasafni Fastengis ehf. Samþykki Samkeppniseftirlits á
kaupunum  liggur nú fyrir sem og fjármögnun kaupanna, verið er að ljúka við
yfirferð og frágang samfara áreiðanleikakönnun. 

Horfur í rekstri

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar
eru um annað en að áætlanir félagsins standist. Útleiguhlutfall hefur verið og
er hátt hjá félaginu eða um 97%,  vísbendingar eru um aukna eftirspurn eftir
leigu atvinnuhúsnæðis. 

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu á þessu uppgjöri boðar Reginn til opins kynningarfundar á
morgun föstudaginn 29. maí kl. 16:00 í Borgartúni 29, 1. hæð. Helgi S.
Gunnarsson forstjóri félagsins mun kynna afkomu fyrsta ársfjórðungs 2015 og
svara spurningum. Í kjölfarið verður Sturla G. Eðvarðsson, framkvæmdastjóri
Smáralindar, með kynningu á verkefnum sem snúa að endurskipulagningu
Smáralindar, tengslum Smárabyggðar við Smáralind og vinnu við Hörpureiti 1 og
2. 

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið
fjarfestatengsl@reginn.is. 

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/6a214fc86bcd45bab96fe9e800f36efb1d

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrsta ársfjórðungs og kynningargögn
vegna uppgjörs á www.reginn.is/fjarfestar/ Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262