2012-12-18 15:05:48 CET

2012-12-18 15:06:50 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Lánsfjármögnun Smáralindar lokið


Í tilkynningu Regins hf. þann 19. nóvember sl. kom fram að samið hefði verið um
endurfjármögnun félagsins. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að
áreiðanleikakönnun og hefur hún farið fram án athugasemda og umræddri
lánsfjármögnun því lokið. Umrætt lán er að fjárhæð 9 milljarðar. Fjármögnunin
er verðtryggð til 30 ára og ber 3,95% fasta vexti. Heimilt er að greiða upp
lánið eftir 5 ár. Fjármögnunin er með jöfnum afborgunum og greiðsluferlið er 30
ár. Hluti af láninu eða um 1,5 milljarður verður nýtt til þess að greiða upp
óhagstæðari lán í Regins samstæðunni. Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða
skráð í Kauphöll Íslands, Nasdaq OMX Iceland. Lánveitandi og útgefandi
skuldabréfa er REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf. 

Reginn hf. er öflugt skráð fasteignafélag, þar sem Smáralind er stærsta
einstaka eign félagsins. Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins um 62
þúsund fermetrar, en þar af eru rúmlega 41 þúsund leigjanlegir fermetrar.
Útleiguhlutfall Smáralindar er 98%. Í Smáralind eru 98 leigutakar sem eru með
leigusamninga um verslun, veitingar, þjónustu, kvikmyndahús og skemmtigarð.
Leigjanlegum fermetrum hefur fjölgað í Smáralind síðustu ár á kostnað
sameignarfermetra. Við Smáralind eru um 3.000 bílastæði, bæði í bílastæðishúsum
og umhverfis verslunarmiðstöðina. 

Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast
rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 31 fasteign og er
heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins um 158 þúsund fermetrar, yfir 94%
leigjanlegir fermetrar eru í útleigu. 

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 340 milljarða
króna í virkri stýringu. Stefnir hefur meðal annars sérhæft sig á sviði
eignatryggðrar fjármögnunar og unnið fjölmörg verkefni á því sviði. 

Nánari upplýsingar veitir:
Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262