2012-06-22 00:26:09 CEST

2012-06-22 00:27:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Orkuveitan semur við Arion banka um áhættuvarnir


Reykjavík, 2012-06-22 00:26 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Arion banka
til að verja fjárhag fyrirtækisins gegn gengissveiflum íslensku krónunnar.
Samningurinn tryggir Orkuveitunni aðgang að erlendum gjaldeyri næstu sex árin
og er verðmæti hans metið á um 15 milljarða króna. 
Samningurinn er hinn þriðji á skömmum tíma sem Orkuveitan gerir til að treysta
fjárhagslegar stoðir fyrirtækisins. Fyrir um mánuði var tilkynnt um að samist
hefði við evrópsku bankana Dexia Crédit Local og DePfa um breytingar á
gjalddögum lána. 


Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:
Í mars lauk uppstokkun í rekstri Orkuveitunnar. Umbæturnar hafa aukið tiltrú á
fyrirtækið og gert okkur kleift að styrkja fjárhagslegar undirstöður
rekstursins. Erlendar skuldir Orkuveitunnar eru miklar og gengisáhætta einhver
helsta ógnin við stöðugan fjárhag fyrirtækisins. Það er því ánægjulegt að ná
samningi um varnir gegn þeirri hættu. Á síðustu vikum hefur Orkuveitan
endursamið við erlend fjármálafyrirtæki og það er gleðiefni að nú er gerður
samningur við öflugan íslenskan banka. 


         Nánari upplýsingar:
         Bjarni Bjarnason
         Forstjóri
         516 7707