2024-06-13 15:00:00 CEST

2024-06-13 15:00:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar til mars 2024


Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leggur nú fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2024. Uppgjörið er gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 3.292 m.kr. en gert var ráð fyrir í áætlun að hún yrði neikvæð um 1.935 m.kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1.357 m.kr. lakari en áætlað var. Frávik skýrast einkum af hærri launakostnaði, sem var 349 m.kr. hærri en áætlað var ásamt því að annar rekstrarkostnaður var 542 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir í áætlun. Helstu frávik skýrast af vetrarþjónusta var 782 m.kr. umfram fjárheimildir vegna aukinnar þjónustu og ótíðar, útgjalda vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir sem nam 346 m.kr. umfram áætlun. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITA) var jákvæð um 1.589 m.kr. sem var um 1.036 m.kr. lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlun. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 361 m.kr. eða 789 m.kr. lægra en áætlað var. Veltufé frá rekstri var 573 m.kr. betra en á sama tíma árið 2023.

Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráði í dag í samræmi við tímaáætlun um framlagningu á mánaðar- og árshlutauppgjörum ársins 2024.

Reykjavík, 13. júní 2024

Nánari upplýsingar veitir

Hörður Hilmarsson, staðgengill sviðstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

hörður.hilmarsson@reykjavik.is

Viðhengi