2013-01-18 12:12:28 CET

2013-01-18 12:13:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Ársreikningur

Hagar hf. 9 mánaða árshlutauppgjör // mars - nóvember 2012


Árshlutareikningur Haga fyrir fyrstu 9 mánuði rekstrarársins 2012/13 var
samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. janúar
2013.  Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2012 - 30. nóvember 2012.
Árs­hlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og
dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né
endurskoðaður af endurskoðendum félagsins. 



Helstu upplýsingar:

  -- Hagnaður tímabilsins nam 2.063 millj. kr. eða 3,9% af veltu.
  -- Vörusala tímabilsins nam 52.314 millj. kr.
  -- Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 3.546
     millj. kr.
  -- Heildareignir samstæðunnar námu 25.899 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Handbært fé félagsins nam 2.590 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Eigið fé félagsins nam 7.837 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Eiginfjárhlutfall  var 30,3% í lok tímabilsins.

Vörusala nam 52.314 milljónum króna, samanborið við 49.898 milljónum króna
fyrir sama tímabil árið áður. Söluaukning félagsins er því 4,8% milli ára. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta nam 3.546 milljónum króna,
samanborið við 3.083 milljónir króna árið áður. Framlegð félagsins er 12.585
milljónir króna samanborið við 11.795 milljónir króna árið áður eða 24,1%
samanborið við 23,6%. Launakostnaður stendur í stað milli tímabila en annar
rekstrarkostnaður hefur hækkað um 8,9%, en að teknu tilliti til einskiptisliða
í fyrra er hækkunin á milli ára um 5,8%. 

Fjármagnsliðir hækka um 526 milljónir milli ára, en í nóvember í fyrra voru
tekjufærðar 514 milljónir króna vegna endurútreiknings Arion banka á
gengistryggðum lánum félagsins sem gerð voru upp árið 2009. 

Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.612 milljónum króna, samanborið við
1.867 milljónum króna árið áður.  Hagnaður eftir skatta nam 2.063 milljónum
króna á tímabilinu, sem jafngildir um 3,9% af veltu. 

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 25.899 milljónum króna.
Fastafjármunir voru 12.908 milljónir króna og veltufjármunir 12.991 milljónir
króna. Þar af eru birgðir 5.963 milljónir króna en birgðasöfnun félagsins nær
hámarki í nóvember vegna jólavertíðarinnar. Á sama tíma í fyrra voru birgðir
5.702 milljónir króna og er hækkun því um 4,6% milli ára. 

Eigið fé félagsins var 7.837 milljónir króna í lok tímabilsins og
eiginfjárhlutfall 30,3%.  Heildarskuldir samstæðunnar voru 18.062 milljónir
króna, þar af eru langtímaskuldir 9.984 milljónir króna. Nettó vaxtaberandi
skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 7.004 milljónir króna. 

Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins nam 2.750 milljónum króna samanborið
við 1.863 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Fjárfestingahreyfingar
tímabilsins voru 797 milljónir króna. Fjármögnunarhreyfingar á tímabilinu voru
1.512 milljónir króna, en félagið greiddi 527 milljónir í arð og hefur greitt
500 milljónir inná lán félagsins umfram samning. Handbært fé í lok tímabilsins
var 2.590 milljónir króna samanborið við 1.240 milljónir króna árið áður. 



Framtíðarhorfur:

Rekstur félagsins á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins var góður og betri en á
sama tímabili fyrir árið á undan. Reksturinn var yfir áætlunum á tímabilinu. 

Á þessari stundu er óvissa um framvindu kjarasamninga á vinnumarkaði, þar sem
ekki liggur fyrir hvort kjarasamningar verði framlengdir.  Stöðugleiki á
vinnumarkaði er mikilvægur fyrir rekstur félagsins. 

Óvissa um gengisþróun og verðlagsþróun almennt hefur áhrif á rekstur félagsins.
 Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar geta haft neikvæð áhrif.  Auk þess
er óvissa um áhrif aukinnar skattheimtu á sölu og framlegð ákveðinna
vöruflokka. 



Fjárhagsdagatal 2012/13:

4. ársfjórðungur (1. mars - 28. feb): birting 17. maí 2013



Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri félagsins, í síma 530-5500.