2010-12-01 13:12:18 CET

2010-12-01 13:13:19 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjaneshöfn - Fyrirtækjafréttir

Afdrif tillögu Reykjaneshafnar til lánveitenda og eigenda fjármálagerninga sem útgefnir eru af Reykjaneshöfn


Þann 3. nóvember 2010 setti Reykjaneshöfn fram tillögu til lánveitenda sinna og
eigenda fjármálagerninga útgefnum af Reykjaneshöfn (hér eftir „kröfuhafar“) um
að gjaldföllnum greiðslum og dráttarvöxtum yrði bætt við höfuðstól og samningum
og fjármálagerningum skilmálabreytt þannig að næsta greiðsla yrði ekki fyrir 1.
maí 2011 ásamt því að ýmsar kvaðir voru settar á Reykjaneshöfn á þessum tíma
sbr. nánar efni tillögunnar. Einn kröfuhafi hefur lýst því að sér sé ómögulegt
að samþykkja tillöguna sökum þeirra laga sem gilda um starfsemi viðkomandi
kröfuhafa og var tillögunni í kjölfarið formlega breytt á þann veg að tekið var
tillit til aðstæðna viðkomandi. Breyting á tillögu Reykjaneshafnar var tilkynnt
formlega í kauphöll þann 25. nóvember 2010.
Kröfuhafar Reykjaneshafnar eru samtals tuttugu talsins. Tillagan þarf samþykki
allra kröfuhafa nema Lánasjóðs Sveitarfélaga til að ná fram að ganga, eða
samtals nítján kröfuhafa. Af þessum nítján kröfuhöfum hafa átján samþykkt
tillögu Reykjaneshafnar með þeirri breytingu sem var gerð á henni þann 25.
nóvember s.l. Telst tillögunni því hafnað. 

Í ljósi þessarar niðurstöðu býður stjórn Reykjaneshafnar kröfuhöfum til fundar
föstudaginn 10. desember n.k. klukkan 10:00 í sal G á Hilton Reykjavík Nordica.
Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu athugasemdum sem komið hafa fram við
tillögu Reykjaneshafnar og óskað eftir umræðum um möguleg næstu skref. 

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og
hafnarsviðs Reykjanesbæjar í síma 420-3222.