2023-03-23 19:41:10 CET

2023-03-23 19:41:10 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsbankinn hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Landsbankinn hf.: Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023


Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6. 

Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2022. Greiðslan er tvískipt og er fyrri gjalddagi hinn 29. mars 2023 en sá seinni 20. september 2023. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2023 nema þar með 175,1 milljarði króna.  

Á fundinum, sem haldinn var í afgreiðslusalnum í Austurstræti 11, flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu stjórnar fyrir árið 2022. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um rekstur, stefnu og starfsemi bankans.  

Ársreikningur fyrir liðið starfsár var samþykktur, sem og tillögur um starfskjarastefnu og um kjör bankaráðsmanna. Fundurinn kaus ríkisendurskoðanda sem endurskoðanda bankans en ríkisendurskoðandi hefur í samræmi við heimildir sínar til að útvista verkefnum tilnefnt endurskoðunarfyrirtækið PWC til að annast endurskoðun ársreikninga bankans fyrir árið 2023. 

Engar breytingar voru gerðar á bankaráði, hvorki á aðal- né varamönnum og er bankaráð þannig skipað fram að næsta aðalfundi:  

Aðalmenn: 

Helga Björk Eiríksdóttir (formaður) 

Berglind Svavarsdóttir 

Elín H. Jónsdóttir 

Guðbrandur Sigurðsson 

Guðrún Blöndal 

Helgi Friðjón Arnarson 

Þorvaldur Jacobsen 

Varamenn: 

Sigríður Olgeirsdóttir 

Sigurður Jón Björnsson 


Nánari upplýsingar veita:                

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, samskipti@landsbankinn.is

Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, fjárfestatengsl@landsbanki.is

Viðhengi