2015-11-02 11:35:58 CET

2015-11-02 11:36:59 CET


Isländska Engelska
Arion Bank hf. - Fjárhagsdagatal

Arion banki birtir afkomu fyrstu níu mánaða ársins 2015 miðvikudaginn 11. nóvember


Arion banki birtir uppgjör fyrstu níu mánaða ársins 2015 miðvikudaginn 11.
nóvember næstkomandi. 

Til að kynna uppgjörið verður haldinn símafundur á ensku fyrir markaðsaðila,
fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 13.00. Á fundinum mun Stefán Pétursson,
fjármálastjóri Arion banka, fara yfir helstu atriði í uppgjöri bankans fyrir
fyrstu níu mánuði ársins. 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á ir@arionbanki.is og fá í kjölfarið sendar
nánari upplýsingar varðandi þátttöku á símafundinum. 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.