2015-11-02 16:24:59 CET

2015-11-02 16:26:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir fasteignafélag hf. - Breytingar á eigin hlutum félags

REITIR: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 44. viku 2015 keypti Reitir fasteignafélag hf. 346.000 eigin hluti fyrir
29.449.236 kr. eins og hér segir: 

Dagsetning   Tími      Keyptir  Viðskipta-ve    Kaupverð     Eigin hlutir  eftir
                        hlutir            rð                           viðskipti
--------------------------------------------------------------------------------
26.10.2015  13:26        5.822         85,00     494.870               5.043.148
--------------------------------------------------------------------------------
26.10.2015  14:38      244.178         85,20  20.803.966               5.287.326
--------------------------------------------------------------------------------
28.10.2015  14:36       96.000         84,90   8.150.400               5.383.326
--------------------------------------------------------------------------------
Samtals                346.000                29.449.236                        
--------------------------------------------------------------------------------

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun
félagsins sem var hrint í framkvæmd 19. júní 2015, sbr. tilkynningu til
Kauphallar þann 18. júní 2015. 

Reitir hafa nú keypt samtals 5.383.326 hluti í félaginu sem samsvarar 15,83% af
þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð
hinna keyptu hluta nemur samtals 389.623.531 krónum. Reitir eiga nú samtals
0,71% af heildarhlutafé félagsins. 

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 34.000.000 hlutir og
fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 2.300 milljónir króna. Framkvæmd
endurkaupaáætlunar lýkur á aðalfundardegi félagsins 2016 en þó aldrei síðar en
þann 29. febrúar 2016 ef kaupum samkvæmt áætluninni verður ekki lokið áður.
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við hlutafélagalög nr. 2/1995 og
viðauka við reglugerð nr. 630/2005.