2015-10-22 14:09:51 CEST

2015-10-22 14:10:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) á þriðja ársfjórðungi umfram væntingar stjórnenda.


Samkvæmt drögum að uppgjöri TM fyrir þriðja ársfjórðung 2015 var hagnaður fyrir
skatta á fjórðungnum á bilinu 1,5 - 1,6 milljarðar kr. 

Aukinn hagnaður á fjórðungnum skýrist af mun hærri fjármunatekjum en búist var
við. Við mikinn vöxt í fjármunatekjum bætist vöxtur eigin iðgjalda sem er
einnig nokkuð umfram væntingar á tímabilinu. 

Í ljósi þessa vænta stjórnendur þess að hagnaður ársins fyrir skatta verði á
bilinu 2,5 - 2,7 milljarðar kr. í stað 2,1 milljarða kr. samkvæmt áður birtri
áætlun. Munar þar mestu um hækkun fjármunatekna. 

Óvissuþættir varðandi nýja spá eru þróun á verði fjárfestingaeigna og
tjónakostnaður á fjórða fjórðungi sem hefur á síðustu árum verið tjónaþungur.
Samhliða nýrri spá um aukinn hagnað ítreka stjórnendur félagsins fyrri
varnaðarorð sín um að miklar sveiflur geti komið fram í vátryggingastarfsemi á
milli fjórðunga. 

TM mun birta árshlutauppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða
fimmtudaginn 29. október næst komandi og býður markaðsaðilum á kynningarfund um
afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi kl. 8:30 föstudaginn 30. október. 



Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Viðarsson, forstjóri

sigurdur@tm.is/s.515-2636