2014-05-13 18:08:14 CEST

2014-05-13 18:09:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

VÍS - tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar.


Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands hf. þann 13. mars 2014 var samþykkt að
heimila stjórn að kaupa á næstu fimm árum allt að 10% af hlutafé félagsins,
þ.e. að hámarki kr. 250.275.704 hluti að nafnverði. 

Stjórn VÍS hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um
framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka
útgefið hlutafé þess. 

Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir eru að nafnverði
kr. 55.000.000 hlutir, en það jafngildir um 2,2% af útgefnu hlutafé félagsins.
Fjárhæð endurkaupanna verður þó aldrei hærri en kr. 500.000.000.  Heimildin
gildir fram að aðalfundi félagsins 2015. 

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af óháðum utanaðkomandi aðila,
verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun, sem tekur þar með allar viðskiptaákvarðanir
er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. 

Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf verða
í samræmi við lög og viðauka við reglugerð nr. 630/2005. 

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verður að
hámarki 2.250.810 hlutir sem er 25% af meðaltali daglegra viðskipta með
hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í apríl 2014. 

Verð fyrir hvern hlut getur að hámarki verið síðasta skráða dagslokagengi áður
en kaup fara fram og hæsta fyrirliggjandi óháða boð í þeim viðskiptakerfum sem
kaupin fara fram. 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri í síma 560-5000 og
í netfangi: fjarfestatengsl@vis.is.