2011-05-13 18:32:12 CEST

2011-05-13 18:33:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kópavogsbær - Fyrirtækjafréttir

Kópavogsbæ stefnt


Kópavogsbæ hefur borist stefna frá Þorsteini Hjaltested þar sem gerðar eru þær
dómkröfur að Kópavogsbær greiði honum kr. 6.943.754.752,- að viðbættum vöxtum.
Málið á rætur sínar að rekja til deilu aðila um uppgjör bóta samkvæmt sátt á
grundvelli eignarnáms sem fram fór á árinu 2007. 

Kópavogsbær hefur í ársreikningum sínum fyrir árin 2009 og 2010 gert grein
fyrir framangreindu ágreiningsmáli. Ekki hefur náðst samkomulag milli aðila og
hefur málinu því nú verið stefnt fyrir dómstóla. 

Kópavogsbær mun taka til varna í málinu og telur að Þorsteinn eigi enga kröfu á
hendur bænum vegna framangreinds. Ágreiningur aðila lítur einkum að réttum
efndum ákveðinna liða í uppgjöri aðila. Er þar í fyrsta lagi um að ræða efndir
á skuldbindingu um skipulagningu o.fl. á afmörkuðum hluta lands jarðarinnar
Vatnsenda sem enn er í eigu Þorsteins og í öðru lagi um efndir á skuldbindingu
varðandi úthlutun 11% byggingarréttar úr fyrsta skipulagsáfanga í hinu
eignarnumda landi. Ástæðan fyrir því að hin fyrr nefnda skuldbinding hefur enn
ekki verið efnd er sú að vatnsvernd hefur ekki fengist aflétt af umræddu
landsvæði og því ekki unnt að hefjast handa um skipulag og framkvæmdir. Ástæðan
fyrir því að hin síðar nefnda skuldbinding hefur enn ekki verið efnd er fyrst
og fremst sú að framkvæmdir eru ekki enn hafnar á svæðinu vegna
efnahagshrunsins. Um engar vanefndir er því að ræða af hálfu Kópavogsbæjar. 

Að öðru leyti vísast til þess sem áður hefur verið birt um ágreiningsefnið í
ársreikningum Kópavogsbæjar. 

Nánari upplýsingar gefur Arna Schram í síma 696 0663