2017-02-13 17:30:13 CET

2017-02-13 17:30:13 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Innherjaupplýsingar

Skeljungur hf.: Skeljungur hefur uppbyggingu fjölorkustöðva á Íslandi.


Skeljungur   hlýtur   ásamt   samstarfsaðilum  styrk  frá  Evrópusambandinu  til
uppbyggingar þriggja vetnisstöðva á Íslandi.



Skeljungur   mun,   ásamt   samstarfsaðilum,   á   árunum  2018-2019 opna  þrjár
vetnisstöðvar  fyrir bifreiðaeigendur. Verkefnið er  þáttur í áætlunum Skeljungs
um uppbyggingu fjölorkustöðva, sem mun eiga sér stað á næstu árum.

Evrópusambandið hefur veitt styrk vegna vetnisstöðvanna þriggja, að fjárhæð 2,7
milljónir  evra, sem  er um  70% af heildarkostnaði.  Áður hafði fengist styrkur
fyrir  einni vetnisstöð en nú hefur Evrópusambandið staðfest styrk vegna tveggja
stöðva  til viðbótar.  Um helmingur  fjárfestingarinnar í vetnisstöðvunum fellur
til  á árinu 2017, 80 milljónir  króna, sem þegar  hafði verið gert  ráð fyrir í
áður  kynntum áætlunum félagsins. Að auki hefur Skeljungur fengið 20 milljónir í
styrk  frá Orkusjóði til uppbyggingar  fjögurra hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla.
Sú  fjárhæð  nemur  um  50% af  kostnaði  við  byggingu þeirra stöðva. Verða þær
opnaðar á árunum 2017-2018.

Með  byggingu  þriggja  vetnisstöðva  tekur  Skeljungur  nýtt  skref, sem hér er
upplýst  um, sem  er jafnframt  fyrsta skrefið  í að  mynda innviði fyrir notkun
vetnisbifreiða,  enda er drægni vetnisbifreiða töluvert meira en hreinna rafbíla
auk  þess sem áfyllingartími  er til muna  skemmri. Tilvist þriggja vetnisstöðva
mun  jafnframt auðvelda markaðssetningu vetnisbifreiða  á Íslandi og munu stórir
bifreiðaframleiðendur  koma að verkefninu.  Verkefnið er í  heild sinni hluti af
evrópsku  samstarfsverkefni, European Fuel Cells and Hydrogen Joint Undertaking,
sem  fellur undir verkefnið H2ME-2 - www.h2me.eu. Bifreiðaframleiðendur sem hafa
verið  viðriðnir  H2ME  verkefnin  eru  t.d.  Toyota, Daimler (Benz), Audi, BMW,
Honda, Nissan og Renault.

Vetnisverkefnið  er samstarfsverkefni  með norska  fyrirtækinu Nel  ASA í gegnum
Íslenska  vetnisfélagið ehf. Það  félag mun verða  90% í eigu Skeljungs og 10% í
eigu  Nel ASA, sem  er jafnframt framleiðandi  stöðvanna í verkefninu. Nel hefur
mikla  reynslu og þekkingu á sviði vetnismála og hefur tekið þátt í sambærilegum
samstarfsverkefnum  í Danmörku og Noregi. Hefur  félagið til að mynda reynslu af
uppsetningu yfir 30 vetnisstöðva vítt og breitt um Evrópu.

"We  are  delighted  with  the  addition  of  Iceland and the collaboration with
Skeljungur  to continue our successful collaborations with major stakeholders on
advancing nationwide and renewable-based hydrogen production and fueling for key
market  regions for FCEV's. The joint  venture approach now implemented in three
countries (Denmark, Norway and Iceland) has proven very effective in ensuring an
optimal  investment set-up for major hydrogen infrastructure expansions together
with  FCEV market introduction from the major car manufacturers" segir Jon André
Løkke, forstjóri Nel ASA.

"Markmiðið  með fjölorkustöðvunum er  að byggja upp  net innviða fyrir vistvænar
bifreiðar. Styður vetnisverkefnið við þetta markmið, sem og við markmið um aukna
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Það er ætlun Skeljungs er að vera
leiðandi  í  innleiðingu  vistvænna  orkugjafa  fyrir bifreiðar. Líklegast er að
fleiri  tegundir  orkugjafa  verði  notaðar  í  samgöngum  í  framtíðinni og með
uppbyggingu  fjölorkustöðva bjóðum  við viðskiptavinum  okkar uppá fjölbreyttari
valkosti.  Með þessu skrefi horfum við fram á  veginn og tökum þátt í og styðjum
við  þá þróun sem á  sér stað á þessum  vettvangi." segir Valgeir M. Baldursson,
forstjóri Skeljungs.

Skeljungur, Nel ASA og Íslensk Nýorka munu halda blaðamannafund og vinnustofu um
efnið,  undir lok  fyrsta ársfjórðungs  2017. Markmið fundarins  verður að kynna
innleiðingu  vetnis sem hluta  fjölorkustöðva Skeljungs á  Íslandi, auk þess sem
þátttaka leiðandi bifreiðaframleiðenda verður kynnt.

Nánari  upplýsingar veitir  Valgeir M.  Baldursson, forstjóri  Skeljungs hf., s:
840-3022, tölvupóstur: fjarfestar@skeljungur.is. (www.skeljungur.is)






[]