2015-04-17 10:57:18 CEST

2015-04-17 10:58:18 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Hluthafafundir

Framboð til stjórnar Regins hf. og krafa um margfeldiskosningu á aðalfundi 21. apríl 2015


Aðalfundur Regins hf. verður haldinn 21. apríl 2015 í Hörpu tónlistar- og
ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, klukkan 16:00. 

Framboðsfrestur til stjórnar Regins hf. rann út þann 16. apríl sl.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í framboði til aðalstjórnar eru:

Albert Þór Jónsson, kt. 180562-3119

Benedikt K. Kristjánsson, kt. 190952-4879

Bryndís Hrafnkelsdóttir, kt.070864-7899

Jón Steindór Valdimarsson, kt. 270658-6609

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, kt. 180877-4249

Tómas Kristjánsson, kt. 151165-3389

Í framboði til varastjórnar eru:

Finnur Reyr Stefánsson, kt. 140169-3659

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, kt. 100369-5839



Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr.
2/1995. Frambjóðendur til varastjórnar eru sjálfkjörnir. 

Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi.



Krafa um margfeldiskosningu

Stjórn Regins hf. hafa borist kröfur frá hluthöfum um að beitt verði
margfeldiskosningu til kosningar stjórnar Regins hf. sem fram fer á aðalfundi
félagsins þann 21. apríl næstkomandi. Umræddar kröfur bárust stjórn innan
tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 1/10
hlutafjár sbr. 23. gr. samþykkta félagsins og 7. mgr. 63. gr. laga um
hlutafélög nr. 2/1995.  Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið. 

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti sbr. c. lið 6. mgr. 63. gr.
laga um hlutafélög nr. 2/1995. Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers
atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má
hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum,
sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á
atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal
þeim skipt að jöfnu. 



Kópavogur, 17. apríl 2015

Stjórn Regins hf.