2015-04-17 11:52:20 CEST

2015-04-17 11:53:20 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Úrskurður yfirskattanefndar


Icelandair Group hf. barst í dag úrskurður yfirskattanefndar dags. 15. apríl
sl. Með honum er kröfum Icelandair Group um að felldur verði úr gildi úrskurður
Ríkisskattstjóra dags. 18. desember 2013 hafnað. Í úrskurði Ríkisskattstjóra
var gjaldfærður fjármagnskostnaður gjaldárin 2008-2012 lækkaður með vísan til
dóms Hæstaréttar í máli nr. 555/2012 frá 28. febrúar sl. (Toyota á Íslandi ehf.
gegn íslenska ríkinu). Þetta þýðir að yfirfæranlegt tap Icelandair Group hf.
minnkar um allt að 6,4 milljarða króna. Stjórnendur Icelandair Group hf. munu
yfirfara forsendur yfirskattanefndar og meta hvort að skjóta eigi málinu til
Héraðsdóms Reykjavíkur. Ef málið tapast að fullu fyrir dómstólum þá getur eigið
fé félagsins lækkað um allt að 1,3 milljarða króna (9,6 milljón USD). 



Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801