2015-01-26 10:24:23 CET

2015-01-26 10:25:23 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Fyrirtækjafréttir

HB Grandi hefur samið um vinnslu- og lestarbúnað í nýja ísfisktogara


HB Grandi hefur samið við Skagann á Akranesi og 3X Technologies á Ísafirði um
að setja upp nýjan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE,
nýja ísfisktogara sem HB Grandi fær afhenta á árunum 2016 og 2017. Samningarnir
hljóða samtals upp á um 1.190 milljónir króna og mun vinna við uppsetninguna
fara fram á Akranesi. 

Um er að ræða tvo samninga, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar
um sjálfvirkt flutningakerfi kara.  Með sjálfvirka flutningakerfinu þarf ekki
lengur að vinna við að setja fisk í kör og ísa hann í lest togaranna. Lest
skipanna verður því mannlaus. Flutningskerfið mun bæta vinnuaðstöðu sjómanna
verulega, tryggja aukin gæði og lækka rekstrarkostnað.  Búnaðurinn á
vinnsludekki mun einnig bæta vinnuaðstöðu og tryggja betri meðhöndlun fisks, 
lifrar, hrogna og slógs, afkastamikla blóðgun og slægingu og betri kælingu. 

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu HB Granda: www.hbgrandi.is