2012-06-14 17:57:43 CEST

2012-06-14 17:58:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Rekstur kominn í lag en skuldabyrði enn þung


Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2012 haldinn í dag

Reykjavík, 2012-06-14 17:57 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Mikill árangur í rekstri
Orkuveitu Reykjavíkur en mikil skuldabyrði var meginstefið í erindum forstjóra
og fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur á opnum ársfundi fyrirtækisins í dag.
Afkoma síðasta árs er sú besta í sögu fyrirtækisins og hún þarf að vera það
vegna hárra afborgana af lánum á næstu árum. Reyndar hefur rofað til í þeim
efnum eftir að samningar tókust við erlenda banka um tilfærslu gjalddaga. 

Á fundinum voru umhverfismál veitna og virkjana Orkuveitunnar einnig til
umfjöllunar. Umhverfisstjóri Orkuveitunnar gerði glímuna við brennisteinsvetni
frá jarðgufuvirkjunum að sérstöku umfjöllunarefni en í síðasta mánuði sameinuðu
krafta sína orkufyrirtækin þrjú, sem reka jarðgufuvirkjanir hér á landi, við að
finna varanlega lausn á þeim vanda. Formlegt samstarf Orkuveitunnar,
Landsvirkjunar og HS Orku er undir stjórn stýrihóps, skipuðum einum fulltrúa
hvers fyrirtækis. Um síðustu helgi var auglýst eftir verkefnisstjóra að
verkefninu. 

Þetta er í annað sinn að Orkuveitan efnir til opins ársfundar í því skyni að
auka gegnsæi í rekstrinum og efla upplýsta umræðu um hann. Viðhengdar eru
kynningar fluttar á fundinum.