2013-02-08 07:00:00 CET

2013-02-08 07:00:26 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
FAST-1 slhf. - Fyrirtækjafréttir

Stækkun skuldabréfaflokksins FAST-1 12 1


Vísað er til opinberrar tilkynningar FAST-1, kt. 450112-0620, Kirkjusandi
2, 155 Reykjavík,(hér eftir "FAST-1", "útgefandi" eða "félagið") dagsetta 25.
janúar 2013, þar sem upplýst er um kaup dótturfélagsins FAST-2, kt.
700800-2450, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík (hér eftir FAST-2) á fasteigninni
Klettagörðum 13, 104 Reykjavík (hér eftir "eignin").
Í tengslum við kaupin mun félagið draga á áskriftarloforð hluthafa, sbr.
hluthafasamkomulag dagsett 15. maí 2012 og viðauka við það dagsettan 28. júní
2012. Eftir innborgun áskriftarloforða er útgefið hlutafé félagsins
1.358.088.201 kr. að nafnvirði. Breyttan hluthafalista, m.v. 7. febrúar 2013, má
sjá að í töflu 1.
Tafla 1: Hluthafalisti FAST-1 m.v. 7. febrúar 2013
-------------------------------------------------------------------------------
 Nafn                                  Kennitala   Heimilisfang          Hlutir

 Gildi - lífeyrissjóður                561195-2779 Sætúni 1         263.076.000

 Lífeyrissjóður verslunarmanna         430269-4459 Kringlunni 7     263.076.000

 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins   711297-3919 Engjateigi 9     257.986.000

 Festa - lífeyrissjóður                571171-0239 Krossmóa 4a      128.596.757

 Almenni lífeyrissjóðurinn             450290-2549 Borgartúni 25     96.216.270

 Lífeyrissjóður starfsmanna            491098-2529 Sigtúni 42        69.298.378
 sveitarfélaga

 Tryggingamiðstöðin hf.                660269-2079 Síðumúla 24       69.298.378

 Frjálsi lífeyrissjóðurinn             600978-0129 Borgartúni 19     41.922.542

 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja          580572-0229 Skólavegi 2       31.719.351

 Vátryggingafélag Íslands              690689-2009 Ármúla 3          23.916.339

 Frjálsi lífeyrissj - Tryggingad       650701-9250 Borgartúni 19     18.903.723

 Lífeyrissjóður Vestfirðinga           490671-0809 Pósthólf 154      17.937.254

 Lífeyrissjóður bænda NKÞ banki        450396-9829 Borgartúni 19     17.360.562

 Lífeyrissjóður starfsmanna            510169-4339 Borgartúni 19     13.502.659
 Búnaðarbanka Íslands

 Eftirlaunasj atvinnuflugmanna         650376-0809 Borgartúni 19     13.502.659

 Líftryggingafélag Íslands             570990-1449 Ármúla 3           8.370.719

 Lífeyrisauki 3                        520804-9190 Borgartúni 19      6.687.032

 Lífeyrisauki                          640699-9069 Borgartúni 19      5.529.661

 Frjálsi lífeyrissj - Séreign 2        601201-9250 Borgartúni 19      3.472.113

 Lífeyrisauki 4                        520804-9270 Borgartúni 19      3.086.322

 Eftirlaunasj Reykjanesbæjar           510169-3609 Tjarnargötu 12     2.443.338

 Lífeyrisauki                          640699-9069 Borgartúni 19      2.186.145
-------------------------------------------------------------------------------
 SAMTALS                                                          1.358.088.201


Auk þessa hafa verið gefin út ný skuldabréf í flokknum FAST-1 12 1 að nafnvirði
980.360.000 kr. eða 98.036 einingar en hver eining er að nafnvirði 10.000 kr.
Skuldabréfin hafa þegar verið seld. Eftir stækkunina er útgefin stærð flokksins
að nafnvirði 2.400.360.000 kr.  Eignin mun standa til tryggingar
skuldabréfaflokknum FAST-1 12 1 líkt og aðrar eignir samstæðunnar.

Hin keypta eign
Klettagarðar 13, 104 Reykjavík eru byggðir árið 2008 sem vöruhús og skrifstofur.
Eignin er skráð 8.927m(2), þar af 5.776m(2) sem vöruhús og 3.150m(2) sem
skrifstofur og verslun. Húsið er lager- og þjónustumiðstöð og er staðsett á
austurhluta lóðarinnar Klettagarðar 13 í Reykjavík. Á lóð hússins eru 70
bílastæði.
LEIGUTAKI OG LEIGUSAMNINGUR
Samhliða kaupunum var skrifað undir tíu ára leigusamning við N1 hf. (hér eftir"N1" eða "leigutaki") um leigu á öllu húsinu. N1 mun nýta húsið sem heildarlager
fyrir fyrirtækið, en fimm lagerar víðsvegar um borgina verða þar sameinaðir í
fullkomna vörudreifingarmiðstöð auk þess sem félagið mun reka þar skrifstofur og
verslun.Fram kemur að samningunum skuli ljúka án sérstakrar uppsagnar eða
tilkynningar frá samningsaðilum og eru samningarnir óuppsegjanlegir af hálfu
beggja aðila á samningstímanum. Skv. leigusamningunum er framleiga heimil.
Leigutakiá kauprétt að húsnæðinu eftir fimm ár og aftur í lok samningstímans
eftir tíu ár.

Tryggingasafn skuldabréfaflokksins FAST-1 12 1 eftir kaupin
Til tryggingar efndum veitir útgefandi veð í öllum fasteignum samstæðunnar með
afhendingu tryggingarbréfa sem þinglýst er á 1. veðrétt eignanna. Útgefandi er
eini veðhafi eignanna. Eftir kaupin á Klettagörðum 13 telur safn fasteigna
samstæðunnar 4 eignir. Tafla 1 sýnir niðurbrot á virði eignasafnsins sem eftir
stækkun mun mynda tryggingasafn skuldabréfaflokksins. Eftir kaupin er hlutfall
skulda af bókfærðu virði fjárfestingareigna 59,9%

-------------------------------------------------------------------------------
 Eign            Fasteignamat, hús    Fasteignamat,  Brunabótamat Bókfært virði
                                                lóð
-------------------------------------------------------------------------------
 Skúlagata 21          537.950.000       58.600.000 1.123.000.000 1.288.280.000

 Vegmúli 3             241.650.000       42.110.000   382.430.000   967.248.000

 Skútuvogur 1          181.350.000       13.920.000   176.950.000   282.536.000

 Klettagarðar 13     1.024.300.000      184.400.000        N/A[1] 1.500.000.000
-------------------------------------------------------------------------------
        Samtals:     1.985.250.000      299.030.000        N/A[1] 4.038.064.000
-------------------------------------------------------------------------------

[1]Brunabótamat mun liggja fyrir við lokaúttekt hússins sem skal vera lokið
fyrir 1. maí 2013.
Tafla 2: Mat á virði fasteigna útgefanda. Fjárhæðir eru í kr. Bókfært virði
miðast við 31. ágúst 2012 nema fyrir eignina að Klettagörðum 13 sem miðast við
kaupdag sem var 24. janúar 2013.
Allar kröfur til endurgreiðslu skuldabréfanna eru jafnréttháar innbyrðis en
njóta forgangs umfram óveðtryggðar kröfur á hendur FAST-1. Komi til þess að
tryggingar dugi ekki til greiðslu skuldabréfanna nýtur eftirstandandi krafa sömu
rétthæðar og ótryggðar kröfur á hendur útgefanda. Útgefandi ber einn ábyrgð á
greiðslum af skuldabréfunum. Útgefandi hefur ekki skráð lánshæfismat.
Útgefandi lýsir því yfir að framangreint sé tæmandi listi þess sem breyst hefur
í starfsemi eða eignasafni félagsins frá því sem greint er frá í lýsingu
félagsins, dagsettri 27. desember 2012.
Allar nánari upplýsingar um kaupin eða stækkunina veita undirrituð:
Gísli Reynisson, frkvstj. FAST-2 í síma 856-5111
Selma Filippusdóttir, forstöðumaður hjá VÍB í síma 440-4902

[HUG#1676371]