2011-10-07 19:34:37 CEST

2011-10-07 19:35:38 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Frá Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2011-10-07 19:34 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Vegna fréttaflutnings í
fjölmiðlum í dag um hugsanlega skerta afhendingu á orku til Norðuráls, vill
Orkuveita Reykjavíkur taka eftirfarandi fram: 

  -- Ónákvæmni gætir í frétt og fyrirsögn Morgunblaðsins um að orkuverð
     skerðist. Það er rangt. Óháð nýtingu umsamdrar orku þarf ávallt að greiða
     fyrir a.m.k. 85% af umsömdu orkumagni fullu verði. Nýting orkunnar getur
     sveiflast við vissar aðstæður en það hefur ekki áhrif á umrædda lágmarks
     greiðsluskyldu.
  -- Orkuveita Reykjavíkur hefur enga formlega tilkynningu fengið frá Norðuráli
     um fyrirhugaða skerta móttöku orku, enda OR ekki kunnugt um að neinar þær
     aðstæður séu fyrir hendi sem heimili slíkt.