2013-04-05 13:21:16 CEST

2013-04-05 13:22:17 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reitir II - Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður aðalfundar Reita II


Föstudaginn 5. apríl 2013 kl. 11:00 var haldinn aðalfundur hjá Reitum II  á
skrifstofu félagsins í Kringlunni í Reykjavík. 



Hér má sjá helstu niðurstöður fundarins:



  1. Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt.



  1. Samþykkt var tillaga um
 að greiða ekki út arð vegna ársins 2012.



  1.   KPMG hf. var endurkjörið sem endurskoðendur félagsins.



  1. Samþykkt var tillaga um að breyta fjölda stjórnarmanna úr þremur í einn. 

  -- Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags hf., var kjörinn sem
     stjórnarmaður
  -- Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia ohf., var kjörin sem
     varamaður.



  1. Samþykkt var tillaga  um að starfskjarastefna félagsins verði sú sama og
     hjá móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf.



  1. Samþykkt var tillaga um að stjórnarmenn fái áfram enga þóknun fyrir störf
     sín.