2014-03-18 13:25:33 CET

2014-03-18 13:25:41 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
FAST-1 slhf. - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning vegna kaupa FAST-1 slhf. á HTO ehf.


Í dag hefur verið gengið frá kaupum FAST-1 slhf. á öllu hlutafé í HTO ehf.
Samhliða kaupunum var hlutafé FAST-1 hækkað um 5.318.964.275 hluti að nafnvirði
á genginu 1.00.

Við kaup FAST-1 slhf. á HTO ehf. tæplega fimmfaldast verðmæti fjárfestingaeigna
FAST-1 og væntar tekjur aukast ennfremur allt að fimmfalt.

HTO ehf. er eigandi að eignunum við Borgartún 12-14 og Katrínartún 2 og er
heildarflatarmál eignanna tæplega 57 þúsund fermetrar að bílastæðakjallara
meðtöldum, en fyrir kaupin voru alls rúmlega 17 þúsund fermetrar í eigu FAST-1.

Frekari upplýsingar veitir Haukur Skúlason, stjórnarformaður FAST-1, s:
844 4778 og haukur@islandssjodir.is


[HUG#1769504]