2013-06-27 13:03:53 CEST

2013-06-27 13:04:53 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Reginn A1 ehf. undirritar samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þrb. Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins.


Dótturfélag Regins hf., Reginn A1 ehf., hefur undirritað samkomulag við
óstofnað félag kröfuhafa þrb. Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur
hæðum Norðurturnsins. Aðilar að samkomulaginu eru einnig Byggingafélag Gylfa og
Gunnars ehf. Hið óstofnaða félag verður eigandi turnsins. 

Um er að ræða leigu á 1. og 2. hæð Norðurturnsins sem tengist Smáralind á báðum
hæðum, leigusvæði getur orðið allt að 2.500 m2. Samkomulag er háð fyrirvörum
þar á meðal um fjármögnun byggingu hans. 

Reginn A1 mun í framhaldi framleigja allt rýmið til þriðja aðila, nú þegar
hefur verið undirritað samkomulag við Baðhúsið ehf. um gerð leigusamnings á 2.
hæð Norðurturnsins með tengingu og aðkomu inn í Smáralind á 2. hæð. 

Að mati Regins þá hefur ofangreint samkomulag og samningar ekki teljandi bein
áhrif á afkomu félagsins, sem og er fjárhagsleg áhætta Regins lítil. Það er
hinsvegar mat Regins að útleiga turnsins að hluta eða öllu leyti muni hafa mjög
jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi þeirra félaga sem starfandi eru í
Smáralind. 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins

Sími: 512 8900 / 899 6262