2012-06-29 12:50:03 CEST

2012-06-29 12:51:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Ársreikningur

Hagar hf. árshlutauppgjör - fyrsti ársfjórðungur 2012/13


Árshlutareikningur Haga fyrir fyrsta ársfjórðung rekstrarársins 2012/13 var
samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. júní 2012.
 Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2012 - 31. maí 2012.
Árs­hlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og
dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né
endurskoðaður af endurskoðendum félagsins. 



Helstu upplýsingar:

  -- Hagnaður tímabilsins nam 628 millj. kr. eða 3,6% af veltu.
  -- Vörusala tímabilsins nam 17.364 millj. kr.
  -- Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.137
     millj. kr.
  -- Heildareignir samstæðunnar námu 24.636 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Handbært fé félagsins nam 2.773 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Eigið fé félagsins nam 6.897 millj. kr. í lok tímabilsins.
  -- Eiginfjárhlutfall  var 28,0% í lok tímabilsins.

Vörusala  nam 17.364 milljónum króna, samanborið við 16.498 milljónum króna
fyrir sama tímabil árið áður. Söluaukning félagsins er því 5,2% milli ára. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta nam 1.137 milljónum króna,
samanborið við 1.037 milljónir króna árið áður. Framlegð félagsins er 4.185
milljónir króna samanborið við 3.879 milljónir króna árið áður eða 24,1%
samanborið við 23,5%. Annar rekstrarkostnaður er nokkuð sambærilegur milli ára
sem hlutfall af veltu, eða 17,7% samanborið við 17,4% í fyrra.
Kostnaðarhækkanir milli ára skýrast að mest öllu leyti af vísitölutengdum
kostnaðarhækkunum og kjarasamningshækkunum launa. 

Hagnaður rekstrarársins fyrir skatta nam 797 milljónum króna, samanborið við
696 milljónir króna árið áður.  Hagnaður eftir skatta nam 628 milljónum króna á
tímabilinu, sem jafngildir um 3,4% af veltu. 

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 24.636 milljónum króna.
Fastafjármunir voru 12.493 milljónir króna og veltufjármunir 12.143 milljónir
króna. Birgðir hafa aukist á tímabilinu en það er nokkuð eðlilegt í rekstri
félagsins þar sem birgðir ná yfirleitt lágmarki í lok febrúar og hækka svo
aftur þegar nær dregur sumri. 

Eigið fé félagsins var 6.897 milljónir króna í lok tímabilsins og
eiginfjárhlutfall 28,0%. Eiginfjárhlutfall í lok síðasta rekstrarárs var 26,6%.
Heildarskuldir samstæðunnar voru 17.739 milljónir króna, þar af eru
langtímaskuldir 9.963 milljónir króna. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í
lok tímabilsins voru 7.150 milljónir króna en í apríl nýtti félagið heimild
sína til aukalegrar innborgunar á lán félagsins eða að upphæð 500 milljónir
króna. Innra virði hlutafjár í lok tímabilsins er 5,88 samanborið við 5,31 í
lok síðasta rekstrarárs. 

Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins var 1.347 milljónir króna samanborið
við 391 milljón króna á sama tíma í fyrra. Handbært fé í lok tímabilsins var
2.773 milljónir króna samanborið við 1.204 milljónir króna árið áður. 



Framtíðarhorfur:

Reksturinn fyrstu þrjá mánuði rekstrarársins var góður. Gert er ráð fyrir að
rekstur á árinu verði sambærilegur niðurstöðu síðasta árs. Það er þó ljóst að
enn er nokkur óvissa í efnahagslífinu sem hefur áhrif á hag heimilanna, sem eru
stærsti viðskiptavinur Haga. Auk þess hefur samkeppnin á matvörumarkaði ávallt
verið mikil og líkur á að svo verði áfram. 

Hagar munu ávallt leita nýrra tækifæra og verið er að skoða hvort rými sé fyrir
fyrirtækið að stækka, m.a. með fjölgun Bónusverslana. Ekki hafa þó verið teknar
ákvarðanir um stórar fjárfestingar eða fjölgun verslana.. 



Fjárhagsdagatal 2012/13:

2. ársfjórðungur (1. mars - 31. ágúst): 26. október 2012

3. ársfjórðungur (1. mars - 30. nóv): 18. janúar 2013

4. ársfjórðungur (1. mars - 28. feb): 17. maí 2013



Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri félagsins, í síma 530-5500.