2016-11-25 17:34:41 CET

2016-11-25 17:34:41 CET


REGLERAD INFORMATION

Isländska
Skeljungur hf. - Fyrirtækjafréttir

Skeljungur: Samningar um þrjár viðskiptavaktir


Skeljungur: Samningar um þrjár viðskiptavaktir

Skeljungur  hf. hefur  gert samninga  við Íslandsbanka  hf., Arion  banka hf. og
Landsbankann  hf. um  viðskiptavakt með  hlutabréfum útgefnum  af Skeljungi, sem
stefnt  er á að verði tekin til  viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 9.
desember 2016.  Samningarnir munu taka gildi við töku til viðskipta.

Tilgangur  samninganna er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins, í því skyni
að  auka seljanleika hlutabréfanna,  skapa markaðsverð og  tryggja að verðmyndun
hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningarnir við alla bankana kveða á um að lágmarksfjárhæð kaup- og sölutilboða
sé  1.500.000 kr. að nafnvirði. Í tilfelli Íslandsbanka lækkar lágmarksfjárhæðin
að nafnvirði með hækkandi gengi, sbr. töflu hér að neðan.

    Gengi     Nafnverð
+------------+---------+
|1 - 8,0     |1.500.000|
|            |         |
|8,01 - 10,0 |1.200.000|
|            |         |
|10,01 - 12,0|1.000.000|
|            |         |
|12,01 - 15,0|  800.000|
|            |         |
|15,01 - 20,0|  600.000|
|            |         |
|20,01 - 25,0|  500.000|
|            |         |
|25,05 - 30,0|  400.000|
|            |         |
|30,01 - 35,0|  350.000|
|            |         |
|35,01 - 40,0|  300.000|
+------------+---------+


Hámarksfjárhæð  heildarviðskipta, dag  hvern, er  10.500.000 kr. að  nafnvirði í
samningunum við Arion banka og Landsbankann en 100.000.000 kr. að markaðsvirði í
samningnum við Íslandsbanka.

Hámarksmunur  kaup- og sölutilboða eru í öllum samningum 1,5% og skal frávik frá
síðasta viðskiptaverði ekki vera meira en 3%. Viðskiptavaktirnar hafa 10 mínútur
til þess að endurnýja tilboð sín.

Breytist  verð á hlutabréfum útgefnum af  Skeljungi innan dagsins um 10% áskilja
Arion  banki og Landsbankinn sér heimild til  þess að tvöfalda hámarks verðbil á
kaup- og sölutilboðum þar sem eftir er dagsins.

Frekari  upplýsingar  veitir  Benedikt  Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Skeljungs hf., s: 840-3071, tölvupóstur: fjarfestar@skeljungur.is.


[]