2023-02-02 17:15:00 CET

2023-02-02 17:15:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Kvika banki hf. - Innherjaupplýsingar

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka hf.


Í dag ákvað stjórn Kviku banka að óska eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna.

Stjórn Kviku telur að samruni félaganna skapi fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.

Ekki þykir ástæða að ákveða á þessari stundu hvor bankanna yrði yfirtökufélagið eða hvort og að hvaða marki dótturfélög bankanna myndu sameinast en það færi eftir heildarmati á viðskiptalegum, skattalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum sem myndi eiga sér stað ef formlegar viðræður hefjast.

Stjórn Kviku væntir þess að fá afstöðu frá stjórn Íslandsbanka á næstu dögum.

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.