2013-06-21 11:27:01 CEST

2013-06-21 11:28:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Hluthafafundir

Hluthafafundur Skipta hf.


Stjórn Skipta hf. boðar til hluthafafundar félagsins þann 2. júlí 2013 kl.
10:00 á Hilton Hótel Nordica 


Dagskrá fundarins:


1.            Ávarp formanns stjórnar

2.            Yfirlit um stöðu Skipta hf. við eigendabreytingar

3.            Breytingar á samþykktum félagsins


Meginefni tillagna stjórnar Skipta hf. til breytinga á samþykktum félagsins eru
eftirfarandi: 


i.             Tillaga um að fella úr gildi heimild stjórnar til að veita
áskriftarréttindi að allt að 5% hlut í félaginu 


Gerð er tillaga um að ákvæði 4.6. gr. um að stjórn félagsins hafi heimild til
að veita áskriftarréttindi fyrir hlutafé fyrir allt að 5% að hlutafé félagsins
verði felld úr gildi. 


ii.             Tillaga um nýtt ákvæði um möguleika á notkun rafrænnar tækni
við samskipti við hluthafa 


Lagt er til að nýtt ákvæði um heimild til notkunar rafrænnar tækni í samskiptum
við hluthafa félagsins. Ákvæðið yrði í ný 7.5 gr. í samþykktum. 


iii.            Tillaga um að fella úr gildi heimild til að boða til aðalfundar
með viku fyrirvara 


Gerð er tillaga um að seinni málsliður 12.4 gr. um að heimilt sé að boða til
aðalfundar með samþykki 90% hluthafa verði felldur úr gildi. 


iv.           Tillaga um nýtt ákvæði um jöfn kynjahlutföll við stjórnarkjör


Gerð er tillaga um nýtt ákvæði 19.2 gr. um jöfn kynjahlutföll við stjórnarkjör
í félaginu. Tillagan tekur mið af breytingum á 63. gr. hlutafélagalaga nr.
2/1995, sbr. 2. gr. laga nr. 13/2010, og kveður á um að hlutfall hvors kyns í
stjórn félagsins skuli aldrei vera lægra 40%. 


v.            Framboð til stjórnar í félaginu og verkaskipting


Gerð er tillaga um nýja 19.3 gr. um hvernig skuli farið að við framboð til
stjórnar í félaginu. Tillagan tekur mið af 63. gr. a. hlutafélagalaga nr.
2/1995, sbr. 1. gr. laga nr. 89/2006. Samkvæmt tillögunni skulu framboð til
stjórnar liggja fyrir eigi síðar en 5 dögum fyrir hluthafafund. Frambjóðendur
til stjórnar skulu m.a. gefa upp upplýsingar störf sín, menntun, reynslu og
hagsmunatengsl. Félagsstjórn fer yfir framboðstilkynningar og skulu upplýsingar
um frambjóðendur til stjórnar félagsins lagðar fram hluthöfum til sýnis á
skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. 

Jafnframt er gerð tillaga að 19.3 gr. sem verður 19.5 um verkaskiptingu
stjórnar verði breytt á þann veg að stjórnin velji varaformann úr sínum hópi
auk formanns. 


vi.           Tillaga um að ákvæði 21.7 gr. verði fellt úr gildi í heild sinni.


Lagt er til að ákvæði 21.7 gr. um sérstakt samþykki hluthafafundar fyrir
tilteknum málefnum verði fellt úr gildi í heild sinni. 

Tilvitnað ákvæði 21.7 gr. var sett inn í samþykktir félagsins 8. desember 2010.
Var ástæða þess sú að þáverandi eigandi félagsins, Exista hf., síðar Klakki
ehf., hafði gert nauðasamning við kröfuhafa sína þann 10. október 2010. Í
nauðasamningi Exista hf. var gerð krafa um að samþykktum mikilvægra
dótturfélaga Exista hf., þ.m.t. Skipta hf., yrði breytt. Var samþykktum Skipta
hf. breytt því til samræmis. Nú þegar eignarhald Skipta hf. hefur breyst og
Klakki ehf. á ekki lengur hlut í félaginu telur stjórn félagsins eðlilegt að
fella ákvæðið úr samþykktum félagsins. 


4.            Kosning aðal- og varamanna í stjórn félagsins

Tilkynningum um framboð til stjórnar og varastjórnar félagsins skal skilað til
skrifstofu félagsins að Ármúla 25 í Reykjavík eigi síðar en 5 dögum fyrir
dagsetningu aðalfundar. Framboðstilkynningar skulu uppfylla skilyrði 63. gr. a.
hlutafélagalaga nr. 2/1995. Upplýsingar um frambjóðendur verða til sýnis á
skrifstofu félagsins 2 dögum fyrir hluthafafundinn auk þess sem stjórn
félagsins áskilur sér rétt til að greina opinberlega frá tilkynningum um
framboð í stjórn og varastjórn félagsins. 


5.            Önnur mál löglega fram borin



Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins, hlutaskrá félagsins og tillögur til
breytinga á samþykktum félagsins er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins að
Ármúla 25 í Reykjavík. 


Frekari upplýsingar veita:

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.

Sími 550-6003.

Pétur Þ. Óskarsson

Sími 863-6075