2010-12-02 17:57:51 CET

2010-12-02 17:58:52 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarðabyggð - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun 2011


Bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Fjárhagsáætlun 2011

Fimmtudaginn 2. desember 2010 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fjarðabyggðar  fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2011.
Seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2011 verður þann 16. desember
n.k. 

Í A hluta er Aðalsjóður auk eignasjóða, tækja- og þjónustumiðstöðvar. Í B hluta
eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og sorpstöð í eigu
Fjarðabyggðar. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs (A-hluta) og stofnana (samstæða A og
B hluta) fyrir fjármagnsliði er áætlaður 748 millj. kr. króna. Þar af er
rekstrarafgangur A hluta 379 millj. kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða
verður rekstrarafgangur samstæðunnar 211 millj. kr. og rekstrarafgangur A hluta
13 millj. kr. 

Eigið fé samstæðunnar er áætlað 322 millj. kr. í árslok 2011 og
eiginfjárhlutfall 3%. Í A hluta er eigið fé 24 millj. kr. í árslok 2011 og
eiginfjárhlutfall 0,3%. 

Handbært fé frá rekstri í samstæðu er áætlað 731 millj. kr. og afborganir
langtímalána á árinu 2010 verða 602 millj. kr. Þar af er handbært fé frá
rekstri  í A hluta 306 millj. kr. og afborganir langtímalána 389 millj. kr. 

Skuldir og skuldbindingar samstæðu, sem hlutfall af heildartekjum, er áætlað
250,9% í árslok 2011 en að teknu tilliti til handbærs fjár er hlutfallið
242,3%. Sveitarfélagið hefur verið í góðum samskiptum við eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga vegna skuldastöðu sveitarfélagsins. 

Á vettvangi samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál hefur verið
unnið að tillögum að fjármálareglum fyrir sveitarfélögin og í fjárhagsáætlun
ársins 2011 hafa þau viðmið verið höfð að leiðarljósi. 

Samkvæmt fjárhagsáætluninni er framlegðarhlutfall (EBIDTA) 27,1% í samstæðu og
19,9% í A-hluta. Ástæða þessa er að útsvarstekjur á íbúa í Fjarðabyggð eru með
því hæsta sem gerist á landinu, atvinnustig hátt, staða fyrirtækja sterk og
fjárfestingar í atvinnulífinu enn miklar. Þetta gerir það að verkum að
sveitarfélagið getur tekist á við rekstur og skuldir af krafti á komandi árum. 

Á árinu 2010 var markvisst unnið að hagræðingu og lækkun rekstrargjalda og því
verður haldið áfram á árinu 2011. þó með það að markmiði að standa vörð um
grunnþjónustu við íbúa, lágmarka   þjónustuskerðingu og standa ekki í vegi
fyrir frekari uppbyggingu og styrkingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. 

Á árinu 2011 er fjárfesting  sveitarfélagsins áætluð  287 millj. kr. Stærstu
verkefnin sem blasa við á næsta ári eru bygging nýrrar Hulduhliðar;
hjúkrunarheimilis á Eskifirði, snjóflóðavarnarmannvirkja á Norðfirði og ýmsar
framkvæmdir hjá hafnarsjóði auk smærri verkefna víðs vegar um sveitarfélagið. 

Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar veita Páll Björgvin
Guðmundsson bæjarstjóri og Björgvin Valdimarsson fjármálastjóri í síma
470-9000.