2015-05-12 11:21:10 CEST

2015-05-12 11:22:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Landsbréf hf. - Fyrirtækjafréttir

Reglum verðbréfasjóðsins Landsbréf –Markaðsbréf breytt


Stjórn Landsbréfa hf. hefur samþykkt breytingar á reglum fyrir verðbréfasjóðinn
Landsbréf - Markaðsbréf og hefur Fjármálaeftirlitið staðfest þessar
reglubreytingar. Breytingarnar felast einkum í því að: 



  -- Orðalagi í fjárfestingarstefnu sjóðsins er breytt, án þess að í því felist
     efnislegar breytingar.
  -- Útvistuðum verkefnum rekstrarfélagsins hefur nú verið fjölgað. 
  -- Heimildir rekstrarfélags til töku þóknunar eru rýmkaðar.
  -- Munur á kaup- og sölugengi er nú 1%. Áður var innheimt inngöngugjald við
     kaup í sjóðnum 0,7% og enginn munur var á kaup- og sölugengi.
  -- Opnunartími sjóðsins er styttur og verður frá kl. 9.30 - 14.30 (var til
     15:30)
  -- Breytingar eru gerðar á 9. gr. reglnanna um útreikning á innlausnarvirði
     hlutdeildarskírteina til samræmis við reglugerð.
  -- Breytingar eru gerðar á 10. gr. reglnanna um samruna sjóðsins við aðra
     sjóði í samræmi við breytingar á lögum.



Breytingarnar öðlast gildi þegar í stað. Reglur sjóðsins má nálgast á vefsíðu
félagsins landsbref.is, en sjóðfélögum verður jafnframt sent bréf þar sem
breytingarnar verða kynntar. 

Frekari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa hf., í
síma 410-2500.“