2013-07-05 18:03:38 CEST

2013-07-05 18:04:38 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Tilboð í skuldabréf í eigu Orkuveitu Reykjavíkur


Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 21. júní sl. að taka
tilboði að fjárhæð 8,6 milljarða króna í skuldabréf í eigu fyrirtækisins með
fyrirvara um staðfestingu eigenda fyrirtækisins. Tilboðsgjafi, sjóður á vegum
Landsbréfa hf., gerir fyrirvara um endanlega fjármögnun. 

Borgarbyggð og Akraneskaupstaður hafa þegar staðfest ákvörðunina og hún er til
umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg. 

Skuldabréfið, sem var gefið út af Magma Energy Sweden A/B árið 2009, var hluti
greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku, sem seldur var eftir að samkeppnisyfirvöld
settu eignarhaldi OR í fyrirtækinu skorður. Á bak við bréfið stendur veð í
hlutabréfum í HS Orku. Undirbúningur sölu skuldabréfsins hefur staðið frá í
ágúst 2012 að stjórn OR fól forstjóra að kanna möguleika á sölu þess. 

Salan þjónar þeim tilgangi að bæta lausafjárstöðu OR og að draga úr áhættu af
því að eiga svo mikla fjármuni í einu óskráðu skuldabréfi.