2014-03-05 13:38:51 CET

2014-03-05 13:39:11 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Íslandsbanki hf. - Fyrirtækjafréttir

Islandsbanki hf. : 300 milljóna sænskra krónu stækkun á fyrstu erlendu skuldabréfaútgáfunni frá í desember


Íslandsbanki hefur stækkað fyrstu erlendu skuldabréfaútgáfu sína að upphæð 300
m. sænskra króna, sem er á gjalddaga 16. desember 2017.

Heildarstærð flokksins er nú 800 m. Sænskar krónur. Skuldabréfin voru seld til
norrænafjárfesta á verðinu 102,45, sem samsvarar 330 punktum ofan á sænska
millibankavexti (Stibor) eða 70 punktum lægri  en útgáfan í desember. Aðgengi að
erlendum fjármagnsmörkuðum og aukið sjálfstæði í fjármögnun tryggir bankanum
samkeppnisforskot til lengri tíma.

Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 12. mars.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans
sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út jafnvirði 250 m. Bandaríkjadala.

Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokkhólmi.

Nánari upplýsingar veita:
  * Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma
    440 3187.
  * Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, dogg.hjaltalin@islandsbanki.is og í
    síma 440 3925.


[HUG#1766524]