2013-08-01 10:07:35 CEST

2013-08-01 10:08:36 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, opnar nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur


Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, mun opna nýtt hótel í miðbæ
Reykjavíkur sumarið 2015.   Hótelið mun heita Icelandair Hótel Reykjavík
Cultura. Hótelið verður staðsett á svokölluðum Hljómalindarreit, við Smiðjustíg
og Hverfisgötu, en hótelið verður jafnframt með nýstárlegan garð milli
Hverfisgötu og Laugavegar, þar sem aðstaða verður fyrir margskonar viðburði og
skemmtanir.  Hið nýja hótel mun hýsa 142 herbergi ásamt aðstöðu til
veitingareksturs bæði úti og inni. Miðlæg staðsetning og nálægð við Hörpu og
helstu viðburði borgarinnar er mikill kostur þessa nýja hótels, en aukinn áhugi
á ráðstefnuhaldi í Reykjavíkurborg í framhaldi af markvissri sókn á
ráðstefnumarkaði gefur tilefni til að auka framboð gistingar í hærri gæðaflokki
í miðbænum. 

Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi Icelandair Hotels og Þingvangs, sem
jafnframt er lóðareigandi og mun sjá um framkvæmdina alla.  Icelandair Hotels
mun gera 25 ára leigusamning um hótelið. 



Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group: sími 665 8801
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sími: 840 0140