2015-05-04 11:08:27 CEST

2015-05-04 11:09:29 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vopnafjarðarhreppur - Ársreikningur

Vopnafjarðarhreppur - Ársreikningur 2014


Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2014 var lagður fram til fyrri
umræðu í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps fimmtudaginn 30. apríl 2015. Samkvæmt
sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í
sveitarstjórn, síðari umræða verður um ársreikninginn á hreppsnefndarfundi
fimmtudaginn 7. maí nk. 

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps árið 2014 hefur að geyma ársreikning fyrir þær
rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og
samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e. A og B hluta, sbr. 60.
gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. 

Til A- hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með
skatttekjum. Hér er um að ræða Aðalsjóð, en auk hans Eignasjóð og
Þjónustumiðstöð. Til B- hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að
hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja
er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B- hluta
starfsemi sveitarfélagsins eru Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar
íbúðir, Atvinnueflingarsjóður, Legudeildin Sundabúð, Lyfsala, Skiphólmi ehf. og
Arnarvatn ehf 

Helstu niðurstöður ársreiknings 2014 eru eftirfarandi:



  -- Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu var jákvæð um 39 millj. kr., en
     niðurstaða A hluta var jákvæð um 12 millj. kr.
  -- Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 106 millj. kr., en 51 millj. kr. í A
     hluta.
  -- Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 638 millj. kr. í árslok 2014,
     en 561 millj. kr. í A hluta.
  -- Eigið fé A og B hluta nam um 762 millj. kr. í árslok en eigið fé A hluta
     nam um 610 millj. kr.
  -- Skuldahlutfall A og B hluta, skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg
     viðmið nr. 502/2012, nemur 71,4% í árslok 2014, en þetta hlutfall var 79,5%
     í árslok 2013.
  -- Skuldahlutfall A og B hluta, skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg
     viðmið nr. 502/2012, nemur 71,4% í árslok 2014, en þetta hlutfall var 79,5%
     í árslok 2013.
  -- Skuldaviðmið A og B hluta, skv. sömu reglugerð, nemur 63,1% í árslok 2014,
     en þetta hlutfall var 67,5% í árslok 2013. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum og
     ofangreindri reglugerð þá skulu þessi hlutföll ekki var hærri en 150%.
  -- Þá skulu samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta ekki vera
     hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum á hverju þriggja ára
     tímabili. Rekstrarjöfnuður Vopnafjarðarhrepps fyrir A og B hluta hefur
     verið jákvæður undanfarin ár og verður jákvæður áfram gangi fyrirliggjandi
     áætlanir sveitarfélagsins eftir.



Nánari upplýsingar veitir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri.