2017-02-06 10:01:31 CET

2017-02-06 10:01:31 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Veðskuldabréfasjóður ÍV - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Veðskuldabréfasjóður IV: Nýir sjóðstjórar 26.febrúar 2017


Nýir sjóðstjórar Veðskuldabréfasjóðs ÍV við lok fjárfestingartímabils 26.
febrúar 2017



Veðskuldabréfasjóður ÍV er fagfjárfestasjóður í rekstri ÍV sjóða hf. Sjóðurinn
er útgefandi skuldabréfaflokksins VIV 14 1, sem skráður er á skipulegan
verðbréfamarkað Nasdaq á Íslandi.

Þriggja ára fjárfestingartímabili Veðskuldabréfasjóðs ÍV lýkur þann 26. febrúar
2017 skv. reglum sjóðsins og ákvörðun fjárfestingarráðs. Eftir lok
fjárfestingartímabilsins verða ekki teknar ákvarðanir um nýjar fjárfestingar.
Starfsemi sjóðsins einskorðast þá við úrvinnslu eigna, efndir
fjárfestingaloforða, eftirlit, samskipti við útgefendur skuldabréfa í eigu
sjóðsins og opinbera upplýsingagjöf í samræmi við reglur um viðvarandi
upplýsingaskyldu skráðra fjármálagerninga, s.s. vegna skuldabréfaflokksins VIV
14 1, sem sjóðurinn er útgefandi að.

Við lok fjárfestingartímabils munu Andrés Ívarsson og Helga Björg Ingvadóttir,
starfsmenn ÍV sjóða taka við stjórn sjóðsins af Hreini Þór Haukssyni.


Andrés  Ívarsson er annar  af tveimur nýjum  sjóðstjórum Veðskuldabréfasjóðs ÍV,
fæddur  árið 1976 og hefur  verið sjóðstjóri skuldabréfasjóða  hjá ÍV sjóðum frá
2014.  Hann   hefur  yfir  12 ára  reynslu  á  fjármálamarkaði  í  fjárstýringu,
fjármögnun  og sjóðastýringu hjá  Íslandsbanka, Byr og  ÍV sjóðum.  Andrés hefur
lokið  M.sc.  gráðu  í  viðskiptafræði  með  áherslu  á fjármál frá Háskólanum á
Bifröst  og B.Sc.  prófi í  viðskiptafræði frá  sama skóla.   Andrés hefur lokið
prófi í verðbréfaviðskiptum.

Helga Björg Ingvadóttir er annar af tveimur nýjum sjóðstjórum
Veðskuldabréfasjóðs ÍV, fædd árið 1982 og hefur verið sjóðstjóri skammtíma,
hlutabréfa og blandaðra sjóða hjá ÍV sjóðum frá árinu 2010. Á yfir 10 ára
starfsferli á fjármálamarkaði hefur starfaði Helga við regluvörslu og sjóðstjórn
hjá Byr og ÍV sjóðum. Hún hóf störf hjá ÍV sjóðum árið 2010. Helga er með B.Sc
gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík frá 2006 og hefur lokið prófi
í verðbréfaviðskiptum.



Heimasíða sjóðsins, www.viv.is hefur að geyma upplýsingar um starfsemi sjóðsins,
uppgjör og einblöðunga auk fréttatilkynninga og skráningargagna vegna
skuldabréfaflokksins VIV 14 1.





Frekari upplýsingar veita ÍV sjóðir í síma 460-4700


[]