2016-11-16 16:31:01 CET

2016-11-16 16:31:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Lánamál ríkisins - Fyrirtækjafréttir

Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009


Ákveðið hefur verið að halda ekki útboð á ríkisbréfum föstudaginn 18. nóvember
2016. Þess í stað verða uppkaup kl. 10:30 til 11:00 með tilboðsfyrirkomulagi.
Ríkissjóður býðst til að kaupa til baka óverðtryggð bréf í flokknum RIKH 18
1009 sem er með lokagjalddaga 9. október 2018. Tilgangur uppkaupanna er að
minnka stærð flokksins sem nú er um 183 ma.kr. og draga þar með úr
endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á lokagjalddaga flokksins. 

Heildarfjárhæð samþykktra tilboða getur orðið allt að 10.000 milljónir króna en
niðurstaðan verður tilkynnt að loknu útboði. 

Lánamál ríkisins áskilja sér rétt f.h. ríkissjóðs til að samþykkja öll tilboð
sem berast, hluta þeirra eða hafna þeim öllum. Einungis aðalmiðlurum
ríkisverðbréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu en þeir annast einnig
tilboðsgerð fyrir fjárfesta. Lágmark hvers tilboðs er ein milljón króna að
nafnvirði. 

Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast á innsendum verðum
(e. multiple price auction method). Að öðru leyti er vísað í útboðsskilmála sem
fylgja þessari frétt. 



Greiðslu- og uppgjörsdagur er miðvikudagurinn 23. nóvember 2016.



Nánari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður Lánamála ríkisins,
í síma 569 9633.