2014-11-05 18:00:00 CET

2014-11-05 18:00:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Fyrirtækjafréttir

Fljótsdalshérað – Fjárhagsáætlun 2015 – 2018


Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2015 - 2018 var samþykkt á fundi  bæjarráðs
Fljótsdalshéraðs  þann 27. október 2014 og er til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fljótsdalshéraðs þann 5. nóvember.  Jafnframt er lögð fram 3ja ára áætlun fyrir
árin 2016-2018.   Áætlað er að seinni umræða um fjárhagsáætlunina fari fram á
fundi bæjarstjórnar þann 19. nóvember 2014. 



Helstu markmið fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs eru:



  -- Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta
     á hverju þriggja ára tímabili.

                 Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015
verður afgangur af rekstri bæði 
                A- og B- hluta á árinu.



  -- Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera
     á bilinu 15 - 20%.

                Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 verður
framlegðarhlutfall A-hluta 
               16,55% og í samstæðu A og B hluta 22,87%.



  -- Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur
     afborgunum og vöxtum af langtímalánum.



                Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 mun
veltufé frá rekstri nema 
                561 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 512
millj. kr. í samstæðu A og B 
                hluta.  Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 355 millj. kr.
en greiðslur vegna 
skuldbindinga nema um 325 millj. kr.



  -- Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af
     heildartekjum.



               Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 verður
skuldaviðmið samstæðu 
               A og B hluta skv. reglugerð 202%.  Hjá A hluta verður
skuldaviðmið 161% í árslok 2015. 
Skuldahlutfall  A-hluta verður 165% og samstæðu A og B hluta um 232% í árslok
2015. 



              Árið 2018 verður skuldaviðmið A hluta um 121% og í samstæðu A og
B hluta er áætlað að 
              skuldaviðmið nemi um 159%.  Skuldahlutfall A hluta verður 125% og
skuldahlutfall 
              samstæðu A og B hluta verður 184% í árslok 2018.



  -- Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta mun árið 2019 fara niður fyrir 150% skv.
     langtímaáætlun.  Áætlað er að skuldaviðmið A hluta fari niður fyrir 150%
     árið 2016.



Lögð hefur verið mikil áhersla á að framagreind viðmið séu tekin alvarlega við
vinnu fjárhagsáætlana undanfarin ár og áætlun 2015 byggir á þeim forsendum. 
Slík aðlögun er liður í því að styrkja rekstur sveitarfélagsins og treysta enn
frekar fjárhagslega stöðu þess til að gera það betur í stakk búið til að mæta
þörfum íbúa á næstu árum.. 



Inni í skuldbindingum sveitarfélagsins er fjármögnun á 1.500 millj. kr. vegna
byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum en framkvæmdum lýkur í
ársbyrjun 2015.  Samningar liggja fyrir við Velferðarráðuneyti um þátttöku
ríkissjóðs í  byggingarkostnaði sem greiðist í formi leigu næstu 40 árin. 
Jafnfram er fyrirliggjandi samningur við Heilbrigðisstofnun Austurlands um
daglegan rekstur á hjúkrunarheimilinu þegar starfsemi hefst í nýju húsnæði í
ársbyrjun 2015. 



Bygging hjúkrunarheimilisins er löngu orðin tímabær og búa öldruðum þar með þá
umgjörð sem þeim ber og efla í leiðinni atvinnustigið á svæðinu og rekstur HSA. 





Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri